.comment-link {margin-left:.6em;} <$BlogRSDURL$>

þriðjudagur, janúar 16, 2007

Fyrstu 3 kaflarnir farnir til baka til útgáfunnar eftir yfirferð og enn get ég breytt og lagfært í tekstanum. Nú er þetta svona smátt og smátt farið að líkjast bók, ótrúlega spennandi!
Ég fór í dag og fékk jamaicanskt skattanúmer, sem er nokkurskonar persónunúmer sem þarf að hafa við ýmislegt, m.a. þegar maður tekur bílpróf. Það uppgötvaðist hér á dögunum að maður má bara keyra á erlendu ökuskýrteini í 6 mánuði; eftir það verður að hafa jamaicanskt. Þeir eru nú víst ekkert voða strangir á þessu, en allur er varinn góður og Sigfús er þegar búin að þreita, og standast bílpróf. Svo er að sjá hvort eins vel gengur hjá mér þegar að mér kemur.
Það er eins og einhver uppgangur sé í Montego Bay. Ég sé mun á mörgu á þessu nú tæpa ári sem ég er búin að vera hérna. Nýlega voru opnaðar tvær nýjar búðir, svona líka flottar og fínar. Önnur er húsbúnaðarverslun, heilmikið úrval af fallegum hlutum og húsgögnum. Hefði verið gott að hafa hana hérna á fyrstu vikunum þegar við Sigfús vorum að finna allt það sem við þurftum til heimilisins! Svo er kominn "seefood" markaður, ekkert voða mikið úrval en fínt það sem er. Í apotekinu fæst orðið fullt af kertum (án ilmefna!) og ég er búin að finna púrrulauk tvisvar síðustu vikurnar! Já það er ekki spurning; það er eitthvað að gerast í MoBay!

Comments: Skrifa ummæli


This page is powered by Blogger. Isn't yours?