.comment-link {margin-left:.6em;} <$BlogRSDURL$>

fimmtudagur, janúar 11, 2007

Ég gerði nokkrar tilraunir til að blogga í gær, en það var eins og við mannin mælt, þegar ég setti mig í stellingar fór rafmagnið! Veðrið er búið að vera voða skrítið síðustu dagana, hávaðarok á köflum, það koma þessir svakalegu skúrir - eins og allt í einu sé skrúfað frá krana - og hitinn hefur farið niður í 24°C! hvað er eiginlega í gangi? En ég lét veðrið ekki aftra mér frá að fara á námskeið í snorkling í gærmorgun. Hef verið á leiðinni í þetta í marga mánuði, en svona er nú framtakssemin. Dauðsé eftir að hafa ekki gert þetta fyrir löngu, þetta var svo gaman. Leiðbeinandinn minn var unglingsstrákur sem synti og kafaði eins og hann væri fæddur og uppalinn í sjónum, sem hann kannski er líka. Með andalappir og tönnunum læstum utanum plaststykkið svamlaði ég með drengnum í klukkutíma skammt frá Dr. Cave Beach. Þetta var ótrúlega skemmtilegt og þvílíkt umhverfi þarna neðansjávar! Kórallar af öllum stærðum og gerðum; fingurkórallar, blöðrukórallar, heilakórallar og hvað þetta nú heitir allt saman, litskrúðugir fiskar í öllum stærðum, sjógúrkur, ígulker, blóm og jutir. Að óreyndu hefði ég ekki trúað að það væri svona mikið að sjá og svona stutt frá landi. Unglingurinn kafaði niður á botn og sótti hin undarlegustu dýr sem hann kom með og lagði í lófann á mér. Skrítið að halda á ígulkeri!
En þetta er sko ekki mín síðasta snorklferð, nú er bara að fara að æfa sig!

Comments: Skrifa ummæli


This page is powered by Blogger. Isn't yours?