.comment-link {margin-left:.6em;} <$BlogRSDURL$>

föstudagur, janúar 12, 2007


Ég var svo snemma á ferðinni í fitnessið í morgun, að hjúkkan var ekki farin út í vitjanir enn. Bíllinn hennar stóð fyrir utan móttökuna hennar á Half Moon, tilbúinn í slag dagsins. Haldið þið það væri munur að hafa svona farartæki í heimahjúkruninni. Þá væri allavega ekki þessi bansett vandræði alltaf með bílastæði; þessum leggur maður bara upp á gangstétt!









Ég er búin að finna út úr að ég verð aldrei garðyrkjubóndi, hæfileikar mínir liggja greinilega ekki á því sviði. Kryddjurtaræktunin mín er óttalegur barningur, skil ekkert í þessu eins og veðráttan ætti nú að vera hagstæð. Ef það er ekki ofvöxtur sem hleypur í þetta hjá mér eða froskar sem pissa eitruðu pissi í pottana, þá er það bara eitthvað annað. Eins og td. þessi myndarlegi Caterpillar sem Barry heldur þarna á. Hann er á góðri leið með að égta chiliplöntuna mína upp til agna. Þessi er víst ekkert voða stór, á viku til hálfum mánuði étur hann sig upp til að verða langur og feitur; "verður eins og puttinn á mér" sagði Barry sem er alltaf voða stoltur yfir að geta kynnt mig fyrir nýju skorkvikindi. En svo breytist þessi fagurgræni ormur á endanum í fallegt fiðrildi. Merkileg þessi náttúra! Hafið góða helgi elskurnar, KNUS í öll hús.

Comments: Skrifa ummæli


This page is powered by Blogger. Isn't yours?