.comment-link {margin-left:.6em;} <$BlogRSDURL$>

þriðjudagur, janúar 02, 2007

GLEÐILEGT ÁR 2007 elskurnar mínar allar og takk fyrir allt á liðnum árum!! Megi nýja árið verða okkur öllur hamingjuríkt, hagstætt á allan máta og fullt af spennandi upplifunum.

Ég ætlaði auðvitað að senda áramótakveðju fyrir áramótin, og áður en við fórum til Whitehouse þar sem við fögnuðum nýju ári, en það fór allt mitt vit í að leita að passanum mínum sem ég hélt ég væri búin að glata og blogg var því ekki ofarlega í huga mér. Passinn hafði svo verið í veskinu mínu allan tímann! Það hefði sko ekki verið gott að týna passanum með öllum dvalarleyfispappírunum, eins og búið var nú að hafa fyrir að fá réttu stimplana! Við vorum sumsé á hóteli í Whitehouse (á suðurströnd Jamaica) yfir áramótin, á svaka lúxus hóteli þar. Ártalinu 2007 var skverað upp í klaka sem strax fór að leka úr, enda yfir 25 stiga hiti.

Ströndin var ekkert sérstök þarna, en sundlaugarnar þeim mun betri og var ekki amalegt að morra þarna og lesa jólabækurnar.












Þarna var ég nýbúin að synda yfir á laugarbarinn, synti varlega tilbaka með rompunch!!

Dekurlíf? Já, heldur betur!!










Þarna var klukkan farin að nálgast miðnætti, gamla árið að kveðja, ár mikilla ferðalaga og upplifanna. Við Sigfús löbbuðum niður á strönd, með kampavínsflösku og tvö glös og heilsuðum nýju ári með berar tásurnar grafnar í heitan sandinn. En það var ekki skotið einni einustu rakettu; af umhverfisástæðum var okkur sagt, það er svo mikil mengun af flugeldum sögðu þjónarnir alvarlega. Já, jamaicabúar eru alltaf að koma mér á óvart!

Hvernig skyldi nú þetta nýja ár verða?!!KNUS

Comments:
Hæ, ég held að það verði svolítið annasamt en rólegra en það sem leið. Vonandi skemmtilegt og að allir sem manni þykir vænt um verði frískir og glaðir. Knus, Hafdís.
 
Skrifa ummæli


This page is powered by Blogger. Isn't yours?