miðvikudagur, janúar 03, 2007
"Happy new year miss; and have a good year!" Þetta hljómar hvar sem maður kemur þessa dagana. Ég hef engan heyrt þakka fyrir liðið ár, hvorki við mig né aðra. Enda kannski ekkert að þakka fyrir? En það er svolítið fallegt þetta að óska góðs árs fyrir mann og annan.
Uppfull af gleði yfir jólabókunum mínum, spurði ég Barry hvort hann hefði fengið nokkrar bækur um jólin. Hann horfði undrandi á mig og spurði hvort ég hefði fengið BÆKUR í jólagjöf. Hróðug sagði ég að við Sigfús hefðum fengið samtals 10 og Barry ætlaði hreinlega að kafna... úr hlátri! Þetta fannst honum nú fyndið. "You are a great reader" sagði hann og skellihló. Forvitni mín var vakin: "Barry, hefuru lesið bók?" spurði ég. Barry varð aftur alvarlegur og sagðist hafa lesið "picture book" um fræga menn! (Átti hann við myndablað?) Og svo hef ég lesið "Footstep in the sand" bætti hann stoltur við. Nå, hugsaði ég, hann hefur þá lesið alvöru bók. Hélt þetta væri einhver skáldsaga. En nei, ónei. þetta var ljósmyndabók með mismunandi fótsporum á ströndinni í MoBay!! Hann Barry er ekki að eyða tíma sínum í lestur! Svo hló hann enn meira og sagði: "Það eru bara ungar stelpur sem lesa bækur, þykkar bækur með engum myndum í". Þetta fannst honum greinilega vera óttleg vitleysa, en kunni ekki við að segja að ég væri eins og þær! Mikið sem mér finnst gaman af honum Barry!!
Fyrir jólin hélt hann langan fyrirlestur um geitaslátrun sem tíðkast á stórhátíðum, við jarðarfarir og önnur stærri tilefni. Geiturnar eru handsamaðar, afturlappirnar bundnar saman, geitin hengd upp í tré á afturlöppunum, hausinn sem dinglar niður er skorin af og blóðið látið renna á jörðina. Svo er geitin fláð, skorin og steikt með karrý. Barbarískt, hugsaði ég og hlyllti mig ögn. "Á maður von á þessu hérna í garðinum okkar núna um jólin" spurði ég og Barry sem hélt að ég vildi slátra minni eigin geit sagði að það væri allt í lagi, það mætti nota öll tré! Sigfús sá hvað mér þótti um þetta, og benti á að svona hefði nú verið gert með lömbin á Íslandi áður en farið var að nota kindabyssurnar. "Lömbin voru sko ekki hengd upp í tré" sagði ég (enda kannski engin tré nálæg). Það er sko allt annað með lömbin sagði þá Barry, þau hlaupa ekki um hauslaus eins og geiturnar gera ef þær eru ekki hengdar upp! Og þá höfum við það, þetta er bara af praktískum ástæðum sem jamaicabúar hengja geiturnar upp í tré til að slátra þeim. Hver hefur áhuga á að mæta hauslausri geit á harðahlaupum?
Uppfull af gleði yfir jólabókunum mínum, spurði ég Barry hvort hann hefði fengið nokkrar bækur um jólin. Hann horfði undrandi á mig og spurði hvort ég hefði fengið BÆKUR í jólagjöf. Hróðug sagði ég að við Sigfús hefðum fengið samtals 10 og Barry ætlaði hreinlega að kafna... úr hlátri! Þetta fannst honum nú fyndið. "You are a great reader" sagði hann og skellihló. Forvitni mín var vakin: "Barry, hefuru lesið bók?" spurði ég. Barry varð aftur alvarlegur og sagðist hafa lesið "picture book" um fræga menn! (Átti hann við myndablað?) Og svo hef ég lesið "Footstep in the sand" bætti hann stoltur við. Nå, hugsaði ég, hann hefur þá lesið alvöru bók. Hélt þetta væri einhver skáldsaga. En nei, ónei. þetta var ljósmyndabók með mismunandi fótsporum á ströndinni í MoBay!! Hann Barry er ekki að eyða tíma sínum í lestur! Svo hló hann enn meira og sagði: "Það eru bara ungar stelpur sem lesa bækur, þykkar bækur með engum myndum í". Þetta fannst honum greinilega vera óttleg vitleysa, en kunni ekki við að segja að ég væri eins og þær! Mikið sem mér finnst gaman af honum Barry!!
Fyrir jólin hélt hann langan fyrirlestur um geitaslátrun sem tíðkast á stórhátíðum, við jarðarfarir og önnur stærri tilefni. Geiturnar eru handsamaðar, afturlappirnar bundnar saman, geitin hengd upp í tré á afturlöppunum, hausinn sem dinglar niður er skorin af og blóðið látið renna á jörðina. Svo er geitin fláð, skorin og steikt með karrý. Barbarískt, hugsaði ég og hlyllti mig ögn. "Á maður von á þessu hérna í garðinum okkar núna um jólin" spurði ég og Barry sem hélt að ég vildi slátra minni eigin geit sagði að það væri allt í lagi, það mætti nota öll tré! Sigfús sá hvað mér þótti um þetta, og benti á að svona hefði nú verið gert með lömbin á Íslandi áður en farið var að nota kindabyssurnar. "Lömbin voru sko ekki hengd upp í tré" sagði ég (enda kannski engin tré nálæg). Það er sko allt annað með lömbin sagði þá Barry, þau hlaupa ekki um hauslaus eins og geiturnar gera ef þær eru ekki hengdar upp! Og þá höfum við það, þetta er bara af praktískum ástæðum sem jamaicabúar hengja geiturnar upp í tré til að slátra þeim. Hver hefur áhuga á að mæta hauslausri geit á harðahlaupum?
Comments:
Skrifa ummæli