miðvikudagur, janúar 24, 2007
Eitt af því sem hefur tekið tímann minn var þjófavarnarkerfið sem við létum setja upp hjá okkur á dögunum. Það var nú ekki seinna vænna, við búin að búa hérna í ár og höfum ekkert gert í þessu fyrr en nú. Það var svosum engin sérstök ástæða fyrir að við létum verða af þessu, en sjálfsagt´ágætt að hafa svona. Lúðurinn sá arna er út á þvottaverandanum og ég get lofað ykkur að það heyrist ef einhver reynir að koma óbo'inn inn! Vekir með léttu upp mann frá dauðum!
Svo fór ég í jamaicanskt bílpróf. Það var létt verk og löðurmannlegt, aðalega fólst það í að sitja á bekk og bíða á meðan fyllt voru út hinir ýmsu pappírar. Þó var ég látin lesa um afhverju maður ætti að hafa ljós á bílnum ef maður kreyði að nóttu til og svo sýndi hann mér umferðamerki og spurði hvað þetta héti. Ég svaraði eins og satt var að ég hefði aldrei séð þetta merki og vissi því ekki hvað það þýddi. Löggan lét það gott heita en sagði mér svo að skrifa "I live Jamaica" á blaðið. Það gerði ég auðvitað gjarna, en skildi nú ekki almennilega tilganginn. Með það var ég komin með jamaicanskt bílpróf! Svíarnir tveir sem voru í sömu erindagjörðum og ég þurftu að bakka 30 metra, en þurftu aftur á móti ekki að þekkja neitt umferðamerki. Þeir fengu líka prófið.
Eftir tvo tíma fer ég á völlinn að sækja Hafdísi, Nonna og Auði seme ru að koma í jheimsókn. Hlakka ekkert smá til að fá þau! Jazzgestivalen er að byrja í dag, allt fullt af fólki í bænum og mér skilst að ómögulegt sé að fá gistingu í MoBay eða nágrenninu. Verður örugglega fjör. Hafið það gott elskurnar, KNUS