laugardagur, febrúar 10, 2007
Þeim var sleppt lausum í dag stelpunum, eða þannig. Þær fengu allavega smá frí frá mér!! Richard bólstjóri sinnti þeim á meðan við Sigfús fórum og heimsóttum Svönsu og Ninna á flotta hótelið þeirra við Runnaway Bay. Þær fóru í Dunns fossana og klifruðu "obligatoriska" 300 metra upp í gegnum flíðirnar. Blésu náttúrulega ekki úr nös, enda í góðri þjálfun.
Richard sýndi þeim sitt af hverju...
og fór með þær á lokal veitingastað þar sem þær smökkuðu geitakjöt í karry. Lítur út fyrir að vera gott!
Flotta hálfbyggða hótelið hennar Svönsu er rosalega fínt, bara 300 af 2000 herbergjum eru tilbúin og þetta er ennþá ekkert voðalega stórt.
Auðvitað blár himin og ennþá blárri sjór. Svakalega fallegt.
Frænku minni líður voða vel þarna, rómatíkin blómstrar eins og sjá má!!
Hún er líka voða sexy og sæt þarna hún Svansa!!
Comments:
Skrifa ummæli