miðvikudagur, febrúar 14, 2007
Þeirra Freyju og Guðmundu er sárt saknað í MoBay. Himininn grét með hjóðum í gær, þær voru varla komnar í loftið þegar skall á þrumuveður með tilheyrandi trópísku regni. Jarðskjálfti þegar þær komu og þrumur þegar þær fóru. Það munar sko um það þegar þær eru á ferð, enda mikil stólpakvendi báðar tvær!
Tannlausi grænmetissalinn spurði í dag hvar þær væru og skildi bara ekki að þær veldu Ísland fram yfir Jamaica!
Ég keypti ávöxt hjá honum sem ég hef ekki smakkað áður; Soursop heitir fyrirbærið sem er ekkert voða fallegt, risastórt (getur orðið 3-4 kíló, þessi er 1,5 kg.) en á að vera bráðhollt. (Þetta er avokado þarna við hliðina, líka stórt!) Ég var að lesa mér til um soursop og þessi ávöxtur er stútfullur af C- og B-vítamínum, auk þess sem í honum er efni sem talið er að dragi úr vexti krabbameinsfruma. Það verður aldeilis dundur í djúsinum á morgun!
Það er búið að vera vatnslaust í allan dag og rafmagnið hefur verið voða óstabílt. Farið og komið, farið og komið. Gott að ég var búin að safna "fellibyljavatni" sem kemur að góðum notum núna til þvotta og niðursturtunar!
Þetta er nú óttalega klént sem ég hef að segja núna, miðað við fréttir síðustu vikna þegar hver stórviðburðurinn rak annan! Þó er eitt sem svo sannarlega er frétt - og hún gleðileg - Brúsi fór í gegnum skoðun! Geri aðrir betur, "drengurinn" rúmlega tuttuguogeinsárs og "still going strong"!! Hann er flottur hann Brúsi, enda var Guðbjörg voða stolt þegar hún sagði mér fréttirnar!! KNUS í öll hús.
Comments:
Flott hjá Brúsa! Var hann ekki búinn að fara í lítaaðgerð? Eða var það bara prostata?
Knus í bæinn, Hafdís.
Knus í bæinn, Hafdís.
Sæl mín kæra Svava.
Já himininn gét þegar við fórum. Við kunnum ekki við að gera það sjálfar því við erum orðnar svo stórar.
Er með hugan hjá þér og saknaði þess sárlega í morgun að fá ekki ávaxtasafan nýpressaða. Varð að láta skyrdrykkinn dug. Svífum en á bleiku skýi við Freyja eftir veruna hjá ykkur Sigfúsi.
Til hamingju með Brúsa bankaræningja.
Já himininn gét þegar við fórum. Við kunnum ekki við að gera það sjálfar því við erum orðnar svo stórar.
Er með hugan hjá þér og saknaði þess sárlega í morgun að fá ekki ávaxtasafan nýpressaða. Varð að láta skyrdrykkinn dug. Svífum en á bleiku skýi við Freyja eftir veruna hjá ykkur Sigfúsi.
Til hamingju með Brúsa bankaræningja.
DJúsuss!!
Þrumurnar sem ég beið eftir komu eftir allt. Ekki að spyrja að því.
Djúsið mitt í morgun var nú heldur þynnra en það sem ég hef vanist,e-h, fernurusl. Fékk vatn í munninn þegar ég sá nýja ávöxtinn og er algerlega sammála ávaxtasalanum varðandi val á verustað. Það er skrítið að e-h skuli taka ísalandið fram yfir Jamaica.
Til Lukku með Brúsa, það er alltaf eitthvað til að gleðjast yfir, ef maður velur að hugsa þannig.
Kærar saknaðarkveðjur
Freyja
Skrifa ummæli
Þrumurnar sem ég beið eftir komu eftir allt. Ekki að spyrja að því.
Djúsið mitt í morgun var nú heldur þynnra en það sem ég hef vanist,e-h, fernurusl. Fékk vatn í munninn þegar ég sá nýja ávöxtinn og er algerlega sammála ávaxtasalanum varðandi val á verustað. Það er skrítið að e-h skuli taka ísalandið fram yfir Jamaica.
Til Lukku með Brúsa, það er alltaf eitthvað til að gleðjast yfir, ef maður velur að hugsa þannig.
Kærar saknaðarkveðjur
Freyja