þriðjudagur, febrúar 13, 2007
Þá eru þær farnar heim þessar elskur. Þær náðu að tékka inn áður en Heimsferðahópurinn kom, svo að þær hafa nægan tíma til að kikka í búðirnar inni í flughöfninni! Þær verða auðvitað að koma með Rom með sér heim!
Það ver tregi í svipnum, komið að kveðjustundinni - gott þið sjáið ekki svipinn á mér!
Það er búið að vera yndislegt að hafa þær rauðvínssystur mínar í heimsókn, ljúft og skemmtilegt. Takk fyrir komuna elskulegar! Takk fyrir að njóta þessa fallega lands með mér, takk fyrir hið jákvæða og opna viðmót ykkar gagnvart Jamaica.
Dalvíkingarnir komu með síðustu rútunni, ég læddist aftan að Svönsu og sagði: "Ætlaðir þú að missa af vélinni manneskja"!! Þeir sem þekkja Svönsu vita hvernig viðbrögðin voru! Þau voru hress og ánægð með ferðina og tóku biðinni með jamaicanskri ró: "Soon come"!!
Góða ferð heim, mikið var gaman að hitta ykkur.
Comments:
Elsku Svava. Takk,takk,takk fyrir guðdomlega ferd. Komnar heim í minus eina gradu. En eins og teir sega a Jamaica "no problem"
Stort knus og astar takkir.
Gudmunda
Stort knus og astar takkir.
Gudmunda
Elsku Svava
Takk, takk, takk, takk, takk, takk, takk, takk, takk,
Nú er dagur löngu risinn á Ísaköldu Íslandi en ég enn í Jamaicarythma. Vaknaði hálf tólf/hálf sjö eftir fjögurra tíma svefn. Verð að viðurkenna að ég er pínulítið vönkuð eftir tímabeltaflakk en líðanin er stórkostleg. Þökk sé þér, gestrisni, gleðinni og vilja til að gera heimsóknina okkar sem áhrifamesta. Það tókst svo sannarlega upp á 10. Ég gleymi þessu aldrei ;-)
Kærar kveðjur til Sigfúsar þíns og bestu óskir til ykkar beggja.
Þín Freyja
Skrifa ummæli
Takk, takk, takk, takk, takk, takk, takk, takk, takk,
Nú er dagur löngu risinn á Ísaköldu Íslandi en ég enn í Jamaicarythma. Vaknaði hálf tólf/hálf sjö eftir fjögurra tíma svefn. Verð að viðurkenna að ég er pínulítið vönkuð eftir tímabeltaflakk en líðanin er stórkostleg. Þökk sé þér, gestrisni, gleðinni og vilja til að gera heimsóknina okkar sem áhrifamesta. Það tókst svo sannarlega upp á 10. Ég gleymi þessu aldrei ;-)
Kærar kveðjur til Sigfúsar þíns og bestu óskir til ykkar beggja.
Þín Freyja