.comment-link {margin-left:.6em;} <$BlogRSDURL$>

fimmtudagur, febrúar 22, 2007

Ég fór í dag og sótti ökuskýrteinið mitt - vissi sem var að það tæki tímann sinn og útbjó mig því með nesti og góða bók. Í tvo klukkutíma og 20 mínútur gekk ég á milli skrifborða, fékk ósköpin öll af stimplum hjá þeim 8 starfsmanneskjum sem ég þurfti að tala við áður en jamaicanskt ökuskýrteini var í höfn. En þetta var ekkert leiðinlegt, margir voru þarna í sömu erindagjörðum og ég og á sama róli milli skrifborða og púlta og við vorum orðin vel kunnug! M.a. voru þarna tveir Kúbanir sem búa hér og voru að taka bílpróf. Ég fékk fullt af upplýsingum um Kúbu sem
munu nýtast okkur Sigfúsi vel þegar við förum þangað í páskafrí. Svo er bara svo áhugavert að fylgjast með þessu þunga jamaicanska skrifstofubákni! Svakalega sem þeir eiga margt ólært.

Þegar ég kom út glumdi lúðrasveitarmúsík frá markaðinum hinu megin við götuna - ég varð bara að sjá hvað var að gerast!

Þarna var á ferðinni ein af mörgum lúðra og trommusveitum bæjarins, börn og fullorðnir blésu, börðu og dönsuðu af miklum dugnaði. Hávaðinn var mikill og úr andlitunum skein alvarleg einbeiting. Augljóst var að sveitin hafði tvo þjálfara, sem jafn augsljóslega unnu ekki saman; þe. músíkþjálfara sem hefur sínar prívat skoðanir á tónum og takti og svo dansþjálfara sem hlýtur að hafa mottóið; "back to the past" því dansinn var undarlegt sambland af regndansi sem maður hefur séð töframenn dansa í bíómyndum og hoppi chimpanse-apa eins og maður hefur séð í Zoologisk Have. En dansinn var æfður, alveg þrælæfður. Allir hoppuðu eins á sama tíma. Öðru máli gegndi með músíkina, þarna börðu trommararnir bumburnar og lúðrablásararnir blésu af öllum kröftum, hver á sinn hátt, það var hreinlega ekki viðlit að heyra neinn samhljóm.


Áhorfendur stóðu hljóðir og engum stökk bros. Mér ekki heldur, en mikið svakalega átti ég erfitt með mig!

Svipurinn á þessum unga tónlistarmanni sagði mér líka að það væri ekki viðeigandi að hlægja að þessu.
Ég stóð og hlustaði á eitt lag (lag?) og mikið létti mér þegar greinilegt var að komið var að lokum tónverksins, bæði vegna þess að nú var þetta búið, en líka að ég áttaði mig á hvaða lag þau voru að reyna að spila; þetta var Bob Marley lag!
Ég flýtti mér í burtu og grét af hlátri! Síðustu tónarnir af "No woman, no cry, no woman no cry" fylgdu mér út á bílastæði.

Comments:
Guð hvað þetta hefur verið findið!
Ég hefði líka átt erfitt með mig þarna. En til hamingju með skírteinið! Svo að nú máttu bara keyra um allt ? Ha, ha,ha.....
Knus Hafdís.
 
Mikið er ég glöð að hafa ekki vitað að þú mættir ekki keyra meðan þú keyrðir eins og herforingi með okkur Freyju á dögunum.
hefði verið óborganlegt að upplifa lúðrasveitina með þér og þínum húmor.
Kær kv. Guðmunda
 
Skrifa ummæli


This page is powered by Blogger. Isn't yours?