
Ég heyrði voða læti fyrir utan dyrnar hjá mér í gærmorgun, bílhurðum skellt og háværar umræður á pathva mállýsku. Ég varð náttúrulega að athuga málið og sé þá að við hlið Jentunnar minnar stendur þessi bíll, fullur af ávöxtum og grænmeti. Þarna var hún Vera garðyrkjubóndi komin með litla "mobila" markaðinn sinn og systir Miss Evelin að diskutera prísana við sölukonuma. Vera er ein af þessum harðduglegu jamaicönsku konum sem bara bjargar sér. Keyrir um í hálfónýtum sendiferðabíl og selur afurðirnar sínar. Ég get nú illa svikið hana skræku mína og tannlausa tengdasoninn hennar, en keypti nú samt blómkál af henni Veru. Það verður nú að styðja svona framtak!
Líkamsræktin í Half Moon er orðin voða flott, búið að skipta út öllum tækjunum og þekja alla veggi með risastórum speglum. Sama hvert maður snýsr sér núna, allstaðar blasir maður við í fullri líkamsstærð! Pú,he!
En það virkar hvetjandi, því er ekki að neita!

Það vantar ekkert upp á jafnvægið hjá þessum þjóni á Half Moon sem er að hjóla með morgunverðarbakka til einhverra af þeim sem búa í VIP húsunum. Það fólk þarf ekki að troðast áfram í biðröðum, nei, ónei. VIP fólkið hefur sína eigin sundlaug og fær matinn "höfuðborinn" heim til sín.

Gestirnir sem voru hjá okkur í gærkvöldi fengu vissulega veitingar, en þær voru ekki "höfuðbornar" það þurfti að bera sig eftir björginni! Gamlir vinir Sigfúsar sem eru hérna með Heimsferðum og búa á flotta hótelinu á Runnaway Bay (Svönsu hóteli!) komu í heimsókn. þarna er mjög svo hefðbundin uppstilling af gestaboði á Taylor Road! Mætti halda að fólk kæmi aldrei í hús hjá okkur Sigfúsi!!Sigfús sótti þau á hótelið og svo fengum við Richard leigubílstjóra til að keyra þau heim og hvöttum þau til að fá hann til að fara með sig í lokal túr til að sjá eitthvað annað en hefðbundnar ferðir bjóða upp á . Það er góð reynsla af Richard í því, ekki satt rauðvínsstúkusystur! Þau ætla víst að gera það og verða ekki svikin er ég viss um.