miðvikudagur, febrúar 21, 2007
Ég var rétt komin heim úr leikfiminni þegar bakað var á dyrnar og þetta litla bjútý, ásamt pabba sínum var komin í heimsókn. Pabbi hennar, hann Chris, vinnur hjá Sigfúsi og hefur oft keyrt með honum þegar Sigfús hefur þurft að fara til Kingston, eða eitthvað lengra til. Hann hefur líka komið hingað heim til okkar í ýmsum erindagjörðum og ég þekki hann orðið vel. En Chris varð pabbi fyrir 5 mánuðum, eignaðist með kærustunni sinni henni Maseget þessa fallegu stelpu. Er hún ekki sæt?! Sjáið bara þessi augu!
Chris var kominn til að sýna mér hana - og til að biðja mig að vera guðmóðir hennar! Mikill heiður sem ég gat ekki annað en sagt já við. Ég var nærri farin að skæla þegar Chris sagði: "Ég vil að hún verði eins og þú, þú ert svo góð manneskja"!
Chris sem er voða góður strákur, á ekki foreldra á lífi og systkini hans búa einhver staðar víðs fjarri. Veit ekkert um kærustuna eða hennar fólk.
Það á að skíra hana á sunnudaginn, svo að við Sigfús förum auðvitað í kirkju! Sigfús er voða alvarlegur þarna, ekki út af væntanlegri kirkjuferð, heldur var hann svo hræddur um að Chris missti myndavélina! Sú stutta er komin með göt í eyrun, pínulitla féttinga og á gullsandala! Verður einhvern tímann góð!
En þetta gat ekki passað vetur upp á tímasetningar, því allt bendir til að ég fái flug til London á mánudaginn (26.febr.) og þaðan áfram til Kaupmannahafnar. Ég stoppa nokkra daga áður en ég held áfram til Íslands. Svo væntanlega sé ég ykkur fljótlega! KNUS í öll hús.
Comments:
guð minn góður hvað hún er krúttleg!! hefði sagt já á stundinni líka ;) það verður gaman að fá þig aftur heim í heimsókn ;) pabbi fer líka að fara að koma heim frá Ameríkunni þannig að það hittir vel á ;)
Ekki er ég hissa á því að þú sért beðin um að verða Guðmóðir þessa fallega barns. Chris veit hvað hann syngur.Kær kv. Guðmunda
Sæl mín kæra.
Ég tek undir með Sigrúnu og Guðmundu Öll börn eru yndislegar verur og allir geta verið sammála um að þú ert góð manneskja. Love S. frænka
Skrifa ummæli
Ég tek undir með Sigrúnu og Guðmundu Öll börn eru yndislegar verur og allir geta verið sammála um að þú ert góð manneskja. Love S. frænka