.comment-link {margin-left:.6em;} <$BlogRSDURL$>

miðvikudagur, febrúar 07, 2007

Í gær, 6. febrúar var lagt upp í ferðaleg til Nine Mile því fjölskyldan hans Bob Marley var búin að bjóða okkur í afmælið hans, hann varð 62 ára þessi elska.

Við komum við í minningargarði Columbusar í Discovery Bay og þar var Donald auðvitað og fagnaði okkur með frumsömdum tekstum og með acy um hálsinn. Hann er farinn að þekkja mig og bað að heilsa Hafdísi, Nonna og Auði sem heimsóttu hann um daginn. Ég spurði eftir Lulu (eiginkonan sem söng með honum á disknum sem við kayptum um daginn; og hvað haldið þið? Hún Lulu er dáin! Var myrt af einhverjum ribbalda sem situr sem betur fer í fangelsi. Ferlega sorglegt. En hann var glaður og leist voða vel á Guðmundu og Freyju!

Það er erfitt að rata upp í Nine Mile svo við fengum einkabílstjóra með okkur. Drengurinn er fæddur og uppalinn í þorpinu, og ekki nóg með það; hann býr þarna enn. Svo við gátum ekki fengið betri leiðsögumann, hann þekkti allt og allir voru tengdir eða skyldir honum. Líka þessir "kálræktarmenn" sem bílstjórinn vildi endilega að við hittum. Við klöngruðumst niður í kálgarðinn, heilsuðum og dáðumst að ræktarlegu kálinu. Þeim var meira í mun að sýna okkur hvað Marijuanaplönturnar þeirra döfnuðu vel á milli kálhausana!
Þeir voru nú svolíðið hissa yfir að við vildum ekki kaupa neitt, brutu topp af einni plöntunni og gáfu okkur. Lyktin var ekki sælm eins og sést!
Í þorpinu var vel tekið á móti okkur og allir þekktu Lennard bílstjóra. Líka litli Guide-inn okkar sem fór með okkur um svæðið og sagði okkur frá á svo áhrifaríkann hátt að við Guðmunda táruðumst! En hann var líka ferlega fyndinn; td. sagði hann að Bob marley hefði ekki bara verið góður tónlistarmaður, hann hefði líka verið bóndi sem óskaði að gróðursetja "fræin sín". Þarna var hann að meina að Bob átti 4 börn með konunni sinni, en líka 7 önnur með öðrum konum!




Svæðið í kring um hús (og gröf) Bobs er hreint og snyrtilegt og andrúmsloftið afskaplega afslappað. Þarna er reykt út um allt og hefðum við eflaust fundið einhver áhrif ef við hefðum andað ögn dýpra að okkur! En það er "bannað" að selja Ganja inn á svæðinu, en það "vandamál" er leyst á hugmyndaríkan hátt, undan rifum á veggjunum
stingast handleggir í öllum stærðum og bjóða það sem hugnast þér; tilbúnar Jónur, nýtýndar plöntur, þurrkaðar, saxaðar, stórar og litlar plöntur. Það er bara að velja og þessir andlitslausu sölumenn sinna því!
Þessi er kominn lengra, það er komið andlit á þennan sölumann sem er búinn að útbúa sér lúgu sem hann selur í gegnum. Kannski er hann hærra settur?
Þetta er hugleiðslusteinninn hans Bobs. Þarna sat hann, eða lá og mediteraði. Eða samdi teksta sem oftar en ekki eru "inspireraðir" af þessu ótrúlega fallega umhverfi sem umlykur þorpið.
Þetta er útsýnið frá hugleiðslusteininum, ekki að undra að hann hafi haft fallegar hugsanir hann Bob!
Innan við þessar dyr hvílir Bob. Hann var ekki lagður í hefðbundna gröf; "Bob á ekki að fara niður, hann á að vera uppi" eins og litli "gædinn" okkar sagði. Mikið virðing er ríkjandi um allt í kring um hús og hvíldarstað Bobs, allir fara úr skónum og inni í grafhúsinu hans má ekki taka myndir. En það er líka heilmíkill húmör í öllum sem þarna vinna, það er svo létt yfir öllu. En það eru líka allir undir ganjaáhrifum!






Þeim fannst ekkert voða leiðinlegt stelpunum! Þær þurftu sko ekki Jónu til að láta sér líða vel og skemmta sér!!










Vegna afmælisins var mikið um að vera, hljómsveit spilaði raggímúsik og allir dönsuðu!
Þvílík innlifun!!!
"One love, one heart, lets get together and feel alright" var móttó dagsins!

Comments:
æðislegt að þið skulið hafa hitt Donald og aumigja Lulu! Skilaðu kveðju til hans næst þegar þú hittir hann frá mér. Oh. hvað það hefur verið gaman hjá ykkur þarna uppfrá í heimabyggð Bob. Knus, Hafdís.
 
Sælar ferða- og ævintýrakonur
Frábært að fá að fylgjast með ferðum ykkar en mér þætti vænt um að þið gættuð þess að Freyja systir mín fari nú ekki taka eitthvað ólöglegt með sér heim - hún á það til að koma með skrítna hluti heim frá framandi slóðum og mér þætti verra ef hún yrði tekin....þori ekki að segja meir :).
Sakna þín systir.
Bestu kveðjur og njótiði lífsins eins og þið mögulega getið.
Elva systir
 
Sælar stúlkur
þvílíkt ævintýri hjá ykkur. Ólíkt höfumst við að - nú er ég að byrja a í danska kúrnum á eftir en þið lifið í vellystingum og dansið í reykjarmekkinum með sand á milli tánna, Gaman að fá fréttir af ykkur. Læt þetta berast. Svava mín hvað var nú aftur heitið á reminiscence það var svo flott þýðingin hjá þér. Ég er búin að hugsa svo mikið um það en er ómögulegt að muna það.
Kær kveðja Bimba
 
Skrifa ummæli


This page is powered by Blogger. Isn't yours?