.comment-link {margin-left:.6em;} <$BlogRSDURL$>

föstudagur, febrúar 16, 2007

Góður dagur í kaupfélaginu í dag; það var bæði til sýrður rjómi og fetaostur! Það sem þarf lítið til að gara mann glaðan! Dagurinn var ekki eins góður hjá Vivet; mér dauðbrá þegar hún mætti í morgun, þið hefðuð bara átt að sjá hana. Neðri vörin á henni var stokkbólgin, hún er nú varaþykk fyrir, en þvílíkt. Ég veit ekki hverju hún líktist; vörin var margföld og svo bólgin að hún snéri einvernvegin út og var þar af leiðandi ljósrauð á litin sem var svakalegur kontrast í þessu dökka andliti. Alveg agalegt! Hún er með eitthvað ofnæmi, þetta hefur víst skeð áður, en þá með efri vörina. Hún fór þá til læknis sem sendi hana heim með eina antihistamin töflu sem ekkert hjálpaði. Þetta tók vikuna að sjatna í það skiptið. Þetta er nú ekki hægt, manneskjan getur dáið af þessu. Hún veit náttúrulega ekkert fyrir hverju hún hefur ofnæmi og gerir ekkert í að finna út úr því. Ég var svosum lítið betri en læknirinn, ég sendi hana líka heim með antihistamín - en þó með tvær töflur!
Fólkið hérna lifir stundum lífinu hættulega; Vivet gengur um sem algjör histaminbomba, umferðin er eins og rússnesk rúlletta og strákarnir sem eru að gera við þakið hjá henni Miss Evelin spígspora upp á rjáfinu án nokkurs öryggis af nokkru tæji.
Þeir voru að vinna þarna uppi í gærkvöldi löngu eftir að fór að dimma. Barry hefur miklar áhyggjur af Jentunni; "ef eitthvað dettur niður" sagði hann (lesist einn af strákunum!) "getur bíllinn skemmst"! Engar áhyggjur af mönnunum!
Ég færði auðvitað bílinn, þótt eflaust væri mýkra að detta á hann en á steinsteypt bílastæðið. Ja, hérna, hvernig bara þykir ykkur!
Hafið góða helgi elskurnar og stelpur; takk fyrir hvað þið eruð duglegar að kommentera! Það er svo gaman! KNUS í öll hús.

Comments:
Sæl elsku Svava.
Já það er gott að búa á Íslandi.
Sérstaklega þegar maður fær svona fréttir eins og um mennina á þakinu hjá Miss Evlin og vörina hennar Vivet. Til hamingju með Brúsa bankaræninga.
Kær kv. Guðmunda
 
Sæl mín kæra.
Það er gaman að geta fylgst með þér á þessu "bloggi" Ljótt orð Sigfús finnur kannski betra orð fyrir mig(ha ha)Þessi öryggismál á henni Jamacia eru ekki uppá marga fiska. Við sáum málara að verki utaná hótelinu okkar án öryggislínu. Svava ég náði ekki að kveðja Freyju og Guðmundu og segja þeim að þegar þær koma á Dalvík er kaffi í Öldugötunni. Love S. frænka
 
Já það er örlítið öðruvísi lífið á Jamaicunni heldur en við eigum að venjast.
Ég var á annari eyju um helgina, hún heitir nú Heimaey og er mín;-) Ég stóð mig vel í að kynna Jamaicuna þína sem mér finnst reyndar vera svolítið mín eftir að hafa kynnst henni með "innfæddum".
Ég bauð upp á Rose Hall romm sem sló náttrlega í gegn, draugahryllingurinn hrýslaðist eftir bakinu og rommið úr Karabískahafinu yljaði eyjaskeggjum í Atlandshafinu og svo var dredlockshúfan sett upp með jaammman, Ganja, raassti, love, peace og respect.
Sem sé byrjað að gera út að ferðir með nýju ferðaskrifstofunni og flottasta fararstjóra ever.
Svaraferðir ehf.
Svansa mín, takk fyrir góða viðkynningu og takk fyrir boðið, hvur veit hvert leið liggur þegar snjóa leysir.
Kveðja
Freyja
 
Skrifa ummæli


This page is powered by Blogger. Isn't yours?