þriðjudagur, febrúar 13, 2007
Jamaicanskir listamenn eru -eins og reyndar þjóðin öll - litaglaðir og óhræddir við að nota liti í verkum sín.
það er mikil upplifun að heimsækja The Gallery of West Indian Art, sem hefur til sýnis og sölu list frá Jamaica og næstu nágrannaeyjum.
Það er nú ekki hægt annað en vera glaður innanum þetta, litirnir sterkir og verkin full af hlátri og lífi.
Ég held svei mér þá að þetta sé eina alvarlega myndin af Guðmundu! Ég veit ekki hvort það var úrvalið í fiskbúðinni, eða peningabunkinn sem hún heldur á - og sem fer minnkandi eftir því sem líður á bæjarferðina - sem þurrkaði eilíft bros af þessari elsku, en alvarleikinn stóð ekki lengi...
á litlu lokalströndinni við Mósaíkbarinn var brosið þarna aftur.
Við stelpurnar fórum á Húsbátagrillið síðasta kvöldið þeirra rauðvínssystra í MoBay.
Dýravinurinn Freyja er þarna að velja sér lifandi humar til átu. Guðmundi þótti nóg um - en Freyja var ekki í vafa hvaða humar hún vildi á sinn disk.
Örlög humarsins trufluðu okkur ekki lengi, rompunchið átti fljótlega alla athygli okkar, enda það besta í bænum!
En nú eru þær að pakka - heimsókninni til mín er að ljúka, eftir nokkra klukkutíma eru þær orðnar hluti af hóp Heimsferða á flugbellinum á Montego Bay. Það verður tómlegt á Taylor Road!
Comments:
Góða ferð heim stelpur!!
Og það verður tómlegt og rólegt í kringum þig systir, viðbrigði. Knus. Hafdís.
Skrifa ummæli
Og það verður tómlegt og rólegt í kringum þig systir, viðbrigði. Knus. Hafdís.