mánudagur, febrúar 05, 2007
Þær mættu galvaskar í gær, þær rauðvínssystur mínar Guðmunda og Freyja. Heimsferðahópnum, og þar á meðal Svönsku frænku var lummað út um annan útgang svo ég náði ekki að heilsa henni. Tókst samt að koma til hennar flugnaspreyji, því ef að líkum lætur þiggur moskítóið blóðið úr henni eins og öðrum úr þessari fjölskyldu! Vona mér takist að hitta hana á meðan hún er hérna.
Við stöllurnar vorum rétt búnar að koma okkur fyrir út á verönd (með rauðvínsglas í hönd!) þegar jörðin tók að hristast og skjálfa; það kom jarðskjálfti! Myndin af Bjarka hoppaði ofan af hillu og fór í 1000 mola, glerbrot út um allt. Skjálftinn átti upptök sín 200 km. vestur frá MoBay og var upp á 5.3 á Richter skala svo að kippurinn var töluvert sterkur. Engir eftirkippir komu og allt féll í ljúfa löð.
Það munaði sko um það þegar þær mættu á svæðið konurnar!!
Comments:
Ég var einmitt eitthvað að hugsa um hvort það kæmi aldrei eldgos eða jarðskjálftar þarna, eitthvað sem flaug gegn um huga minn í gær, þar sem þetta er eyja eins og Ísland. Skrítið, svo kemur bara jarðskjálfti. Gat ekki komið flóðbyljgja á eftir? Fariði nú varlega! Knus, Hafdís.
Skrifa ummæli