mánudagur, febrúar 12, 2007
Rétt upp úr djúsi í gærmorgun stóðum við framan við Rose Hall Great House, sem er eitt af fáum plantekru-eiganda-húsum sem enn standa. Nú er þetta safn - minning um auð og völd hvíta mannsins, skepnuskap hans og grimmd gagnvart þrælunum. En þetta eru líka minningar sem segja sögu Jamaica, sögu þrælahalds og kúgunar, sögu baráttu fyrir frelsi sem hófst með uppreisn þrælanna á jólum 1831 og lauk (ef hægt er að segja að frelsisbaráttu ljúki einhvern timann) með sjálfstæði landsins 1962.
En þetta Great House á sér magnaða, rúmlega 250 ára sögu, þar sem tvær konur fara með aðalhlutverkin. Önnur var góð, falleg og kopm vel fram við þrælana, hin var vond, þótti falleg og var algjör skepna í framkomu sinni við þrælana. Báðar urðu ekkjur fjórum sinnum, sú góða af "eðlilegum" ástæðum, sú vonda drap alla sína eiginmenn auk einhvers "slatta" af elskhugum sem flestir voru þrælar. Að lokum var hún sjálf myrt af ástmanni símun sem var alveg búinn að fá nóg af kvensniftinni. Sagt er að andi hennar hafi aldrei fengið frið, þrátt fyrir rammgerða steinkistu og krossa svona hér og þar; hún mun svífa þarna um fljótlega upp úr klukkan 18 dag hvern og gera sig heimakomna í herbergjum hússins. Í björtu ber minna á henni, þó speglar hún sig gamla speglinum sínum og þar sést hún oftar en ekki þegar ferðamenn taka mynd af honum. Það sannaðist enn og aftur á myndinni sem Freyja tók, þar sést "The White Witch" skýrt og greinilega. (Sama hvað Guðmunda segir; þetta er svo augljóslega Anne May Patterson!) Það er afar áhrifaríkt að ganga um þetta hús, heyra sögu lands og fólks og skynja svo sterkt hvað þessi þjóð hefur gengið í gegnum. Ekki að undra að jamaicabúar hafi valið að hafa svartan lit í þjóðfána sínum, hann á að minna á alla þá sorg sem land og þjóð hafa upplifað. Áhrif heimsóknar okkar til hvítu nornarinnar sátu lengi, þrátt fyrir afneitun Guðmundi á tilvist hennar gat hún ekki sofnað fyrr en búið var að kveikja öll nærtæk ljós og Freyja féllst á að halda í hendina á henni alla nóttina!!
Svansa frænka fylgist grannt með!
Það hafa aldrei verið svona margir Íslendingar samankomnir á verandanum okkar, stór hluti meira að segja Dalvíkingar! Áður en gestirnir okkar héldu heim (á fína hótelið við Runnaway Bay) tróðum við rauðvísnsystur upp með skemmtiatriði, íklæddumst "dreadlocks", sungum Bob Marley lag og dönsuðum með tilþrifum. Auðvitað við góðar undirtektir viðstaddra. Það hlýtur að vera til mynd af þessu!
Hafið góðan dag elskurnar.