.comment-link {margin-left:.6em;} <$BlogRSDURL$>

þriðjudagur, febrúar 20, 2007

Vivet tilkynnti mér áðan að á morgun væri helgidagur í Jamaica. helgidagur? hvaða helgidagur? spurði ég, (og hugsaði; enn einn helgidagurinn! þeir eru nefnilega svo svakalega margir hérna rauðu dagarnir) "Ash wednesday" svarar hún. (Semsé öskudagurinn.) "Ja, hérna og hafið þið líka öskudag á Jamaica! " Ég sá náttúrulega fyrir mér syngjandi krakka útbelgda af nammi slá dauðan kött, eða hund úr tunnu. En það er nú eitthvað annað. Hér er "Ash wednesday" bráðheilagur eins og í gamla daga, það er að þetta er dagur iðrunar og yfirbótar, inngangur föstunnar með öllu sem henni tilheyrir. Skrítið hvernig hefðirnar breytast með tímanum, á okkar heimaslóðum eru allir í þessu húllumhæi, hér á maður helst að liggja á bæn, iðrastog lofa góðri breytni framvegis. Þessi mynd heitir " Öskudagurinn - endir kjötkveðjuhátíðarinnar" og sýnir hvenig manni líður eftir ofát sprengidagsins - maðurinn þarna iðrast svakalega!






Það mætti nú halda að þessi mynd væri tekin á öskudeginum - en þarna erum við Guðmunda og Freyja að sýna Rastadans með tilþrifum! Svansa frænka sendi mér þessa mynd og ég bara varð að skella henni inn í tilefni morgundagsisn!

Hafið gott sprengidagskvöld elskurnar, njótið saltkjötsins og iðrist fyrst á morgun! KNUS

Comments:
Búin að iðrast, orðin svöng aftur.
Knus, Hafdís.
 
Þú ert svo fyndin Hafdís! KNUS
 
Skrifa ummæli


This page is powered by Blogger. Isn't yours?