þriðjudagur, mars 06, 2007
Það er að falla ró yfir Kaupmannahöfn, borgin er farin að líkjast sjálfri sér. Ég fór í hjólatúr í dag og mér til mikillar ánægju virtist allt og allir vera eins og það á að vera, meira að segja var pínu vor í loft - þe. áður en fór að rigna! Á miðju Kóngsins Nýjatorgi skautaði þessi eldri herra hring eftir hring, örlítið óstöðugur á fótunum, en hafði greinilega engu að síður gaman af. Utan við gluggana á Kæjanum sungu fuglar og eitt og eitt blóm er farið að singa upp kollinum.
Sumsé; allt eins og það "á að vera" - allavega á yfirborðinu. En undir niðri kraumar eitthvað sem ekki er eins "idylliskt" og sú mynd sem maður að öllu jöfnu hefur af Kaupmannahöfn og dönsku mentaliteti. Í fréttum kemur fram önnur mynd, mynd sem segir sögur af reiðum og hatursfullum ungum manneskjum sem virðast ekki hafa annað þarfara að gera en að upphugsa nýjar leiðir til að eyðileggja umhverfi sitt og hafa í hótunum við fólk. Þau leita uppi iðnaðarfyrirtæki sem unnu við að rífa húsið á Jagtvej 69 og kveikja í bílunum þeirra og hóta þeim öllu illu. Hvað er í gangi? Og svo eru krakkar út um allan heim að andskotast um heima hjá sér, allt í nafni stuðnings við danska óþekktarorma! Það er eitthvað sem heldur betur hefur klikkað! Hver gleymdi að kenna þessum ungmennum almennar umgengnisvenjur? Svoleiðis nokkuð er nefnilega ekki meðfætt! Mér finnst vanta þennan vinkil í umræðuna. Hver tók á sínum tíma að sér að "leggja upplýsingar inn" á framheila þessarra krakka? Spyr sá sem ekki veit!!
Sumsé; allt eins og það "á að vera" - allavega á yfirborðinu. En undir niðri kraumar eitthvað sem ekki er eins "idylliskt" og sú mynd sem maður að öllu jöfnu hefur af Kaupmannahöfn og dönsku mentaliteti. Í fréttum kemur fram önnur mynd, mynd sem segir sögur af reiðum og hatursfullum ungum manneskjum sem virðast ekki hafa annað þarfara að gera en að upphugsa nýjar leiðir til að eyðileggja umhverfi sitt og hafa í hótunum við fólk. Þau leita uppi iðnaðarfyrirtæki sem unnu við að rífa húsið á Jagtvej 69 og kveikja í bílunum þeirra og hóta þeim öllu illu. Hvað er í gangi? Og svo eru krakkar út um allan heim að andskotast um heima hjá sér, allt í nafni stuðnings við danska óþekktarorma! Það er eitthvað sem heldur betur hefur klikkað! Hver gleymdi að kenna þessum ungmennum almennar umgengnisvenjur? Svoleiðis nokkuð er nefnilega ekki meðfætt! Mér finnst vanta þennan vinkil í umræðuna. Hver tók á sínum tíma að sér að "leggja upplýsingar inn" á framheila þessarra krakka? Spyr sá sem ekki veit!!
Nýjustu fréttir af íslenskum Kitwood eru þær að bókin fer í umbrot í næstu viku svo alltaf nálgast útgáfudagurinn! Spennandi, ekki satt?!!
Comments:
Ég var alveg vissum að þér tækist að róa þetta "lið" niður. Alveg er það makalaust hvernig fólk getur hagað sér. Villimennska og ekkert annað. Góð spurning hver sá um að mata framheilann hjá "liðinu" Mótmæli í dag í mörgum tilfellum taka útyfir allan þjófabálk það höfum við séð og reynt bæði hér heima og erlendis. Spennandi tímar framundan hjá þér mín kæra. Love
Til hamingju með að bókin skuli vera komin svona langt.
Hlakka mikið til að sjá þig mín kæra.
Góða ferð heim.
kær kv. Guðmunda
Hlakka mikið til að sjá þig mín kæra.
Góða ferð heim.
kær kv. Guðmunda
hæhæ frænka,það er svo gaman að skoða síðuna, ég lifi mig allaveg inn í líf þitt á jamica ;)
ég lofa að vera betri að kommenta hjá þér.
Mig langar líka sjúklega mikið til að koma í heimsókn til þín....
en jæjja segji þetta gott í bili :)
bless bless kv. Hafrún
ég lofa að vera betri að kommenta hjá þér.
Mig langar líka sjúklega mikið til að koma í heimsókn til þín....
en jæjja segji þetta gott í bili :)
bless bless kv. Hafrún
Sæl Svava mín
Takk fyrir bloggið þitt, virkilega gaman að fylgjast með ykkur úr fjarlægð á Jamica eða í Danmörku.
Hvar ertu stödd núna. Gaman væri að hitta þig/ykkur í DK eða IS eða á þá bara á Skype :-)
Hafið það sem allra best.
Páskakveðjur,
Emma
Skrifa ummæli
Takk fyrir bloggið þitt, virkilega gaman að fylgjast með ykkur úr fjarlægð á Jamica eða í Danmörku.
Hvar ertu stödd núna. Gaman væri að hitta þig/ykkur í DK eða IS eða á þá bara á Skype :-)
Hafið það sem allra best.
Páskakveðjur,
Emma