.comment-link {margin-left:.6em;} <$BlogRSDURL$>

sunnudagur, apríl 22, 2007

Crissy kom í heimsókn í dag. Við höfum ekki séð hana síðan hún var skýrð fyrir 8 vikum og sú hefur aldeiis stækkað! Pabbi hennar kom með hana, skutlaði henni í fangið á mér og svo var hann farinn!

Ég náði rétt að kalla til hans: "komdu eftir klukkutíma Chris"!! Krílið þekkir okkur ekkert og ég vildi sko ekki að hún fengi áfall í fyrstu einkaheimsókn hennar á Taylor Road. Þetta hefði nú ekki verið gert í okkar hluta heimsins, þar sem börnin eru í aðlögun dögum og vikum saman!




Enda var hún voða alvarleg þessi elska, horfði með forundran í kringum sig með stóru augunum sínum!











Hún er farin að sitja sjálf og er voða sperrt, enda að vera 7 mánaða.

Engin tönn er komin upp en mikið svakalega sem hún slefar! Og svo klæjar greinilega mikið í góminn og hún féll alveg fyrir bithringnum sem ég keypti handa henni í Kaupmannahöfn.
Bænapúðinn frá Hrönn tekstilhönnuði á Skólavörðuholtinu á örugglega eftir að verða vinsæll hjá henni.




Hún var voða fín, meira að segja í "gull"sandölum!


En það er greinilegt að hún verður fótstór! Kannski endar hún í nr. 42 eins og guðmóðir hennar!

Það lyftist nú á henni brúnin þegar frá leið og hún var farin að brosa og hjala þegar pabbi hennar kom. Ég er viss um að við eigum eftir að verða góðir vinir!
Chris er svo svakalega glaður yfir hvað okkur finnst hún fín og indæl. "Svo kennir þú henni ykkar tungumál, er það ekki?" spurði hann. "Þá getur hún talað við þig þegar þú hringir og svo kannski farið í heimsókn til ykkar lands!"
Vá, maður! Ég fann fyrir mikilli ábyrgðartilfinningu. Hvað skyldi verða fyrsta orðið hennar á íslensku?!!

Comments:
æjj hvað hún er sæt :)

ehh kannski mun fyrsta orðið hennar vera HALLÓ eða eitthvað þannig ;)
kv.Hafrún..
 
Guð hvað þið eruð fallegar báðar tvær, engin spurning að þið eigið eftir að verða perluvinir.Fyrsta orðið á íslensku, ég mæli með AMMA. Love Svansa
 
Skrifa ummæli


This page is powered by Blogger. Isn't yours?