.comment-link {margin-left:.6em;} <$BlogRSDURL$>

föstudagur, apríl 27, 2007

Eftir allar truflanirnar fór rafmagnið endanlega af seinnipartinn í gær og var óvenju lengi að koma aftur - nærri 4 tíma. Og þá var sko farið að volna í íbúðinni! Skil ekki hvernig nágrannar mína geta verið án loftkælingar. En fókið hérna er náttúrulega vanari hitanum en við. Þegar ég opnaði tölvuna í morgun (og var loksins búin að koma nettenginunni í samband eftir rafmagnsleysið) hrundi inn pósturinn - vá hugsaði ég: svona mörg bréf til mín. Gaman!

Þegar ég fór að skoða betur kom í ljós að ég hafði fengið 5 samskonar bréf, þetta er víst kallað dreifipóstur en ég kýs að kalla þetta andlegan terror. Fæ þetta svosum oft og slétti oftast ólesið. Að þessu sinni var yfirskriftin: "DO NOT DELETE" svo ég ákvað að skoða þetta nánar. Það sýndi sig að þetta var slíkt hótunarbréfið, dulbúið sem áskorun til fólks að hugsa betur um vinina sína. Áréttað var að ef maður sendi þetta ekki áfram til a.m.k. kæmi eitthvað skelfilegt fyrir mann sjálfan eða manns nánustu. Þessu til staðfestingar voru nefnd dæmi um fólk sem hafði hundsað boðskapinn og BINGÓ - innan fárra daga eða klukkustunda voru annað hvort þau sjálf eða ástvinir þeirra dánir. Meira að segja konugreyið sem ekki átti nógu marga e-mail adressur til að senda ófögnuðinn til, var keyrð niður stuttu eftir að hún hafði móttekið hótunina. Og auðvitað dó hún. Svo var að sjálfsögðu dæmi um manninn sem hafði gert eins og hann átti að gera og fékk bæði draumadjobbið og langþráða ást að launum.

Hvernig í ósköpunum stendur á því að verið er að terrorisera fólk svona? Það er verið að ala á ótta og angist okkar allra um að eitthvað slæmt komi fyrir manns nánustu og að ef svo skelfilega vildi til, þá er það okkur að kenna af því að við tókum ekki þátt í að halda áfram að hóta vinum og vandamönnum. Nógar áhyggjur hafa nú flestir samt af sínu fólki þó svona nokkuð bætist ekki við. Er þetta nútíma woodo, eða hvað? Er verið að segja að hægt sé að leggja álög á fólk yfir netið? Er þetta hreinlega ekki bara ljót og andstyggileg aðferð til að koma tölvuvírusi í gang? Það er rétt hægt að ímynda sér hvaða fjöldi þessara bréfa streymir um ciberspace þessa dagana og blokkerar þar með heilu kerfin. En með því að höfða til vináttu og umhyggju fólks á ástvinum sínum hefur upphafsmaðurinn náð tilgangi sínum hversu andstyggilegur sem hann nú var.

Ég móttek gjarna bréf frá vinum mínum og skyldmennum, en ég hef ekki áhuga á að fá fleiri þessu líkt. Eigum við ekki öll að taka okkur saman og stoppa svona sendingar? Og kannski velta fyrir okkur tilgangi og sannindamerkjum; hvernig er t.d. vitað að þetta fólk í dæmunum móttók og sendi - eða sendi ekki hótunarbréfið?

Auðvitað eigum við að sinna vinum okkar, en ekki á þennan hátt. Hafið góðan dag elskurnar mínar allar.

Comments:
fékkstu póstinn frá mér?
 
Já Sigrún mín, er búin að svara þér á e-mail. KNUS/Svava
 
Skrifa ummæli


This page is powered by Blogger. Isn't yours?