fimmtudagur, apríl 19, 2007
Takk fyrir samskipti og samveru í vetur, Kærar þakkir til allra þeirra sem hafa verið mér nálægir gegnum bloggið mitt, það er gott að vita af ykkur - þótt ég viti svosum ekki alltaf hverjir þetta eru!!
Þrátt fyrir að eins og er búi ég við eilíft sumar, á Sumardagurinn fyrsti alltaf sess í hjartanu mínu, í gamla daga var ÆVINLEGA sól og blíða þennan dag á Dalvík. þetta hlítur að vera rétt munað, annars hefði maður varla farið í sparikjólnum í skrúðgönguna?!!
Lilian , Jóna og Vetur konungur kvöddu öll á sama tíma hérna í MoBay. Eftir alltof stuttan - en aktívan og skemmtilegan tíma eru þær farnar heim þær stöllur.
En þrátt fyrir stuttan tíma náðu þær að sjá og upplifa margt á Jamaica. "Hvíta nornin" í Rosehall Great House hafði mikil áhrif á þær, Jóna heyrði tiplið í henni alla nóttina og Lilian var sannfærð um að sál Annie Palmer væri á sveimi utan við steinkistuna!
Lilian "stiftede bekendtskab" við heilbrigðiskerfið, þegar ég sá að bitin á henni fór farin að nálgast 100 mátti ekki við svo búið standa! Hún slær öllu út hún Lilian , þær voru vitlausar í hana flugurnar - enda er hún einstaklega "dejlig"!! En eftir eina sprautu, krem og pillur fór þetta nú að jafna sig.
Við slöppuðum af á ströndinni í Negril og fylgdumst með sólinni setjast;
Síðasta kvöldið fórum við á Húsbátagrillið og borðuðum hjá einhenta kokkinum (obligatorisk kveðjumáltíð eins og þið vitið sem eruð búin að vera hérna!)
Lilian brosti Monu Lísu brosi síðustu dagana - hún braut framtönn við sín fyrstu kynni af Jerkkjúklingi. En brosið var þarna engu að síður!
Gaman að hafa þær þessar elskur, okkur leiddist ekkert voðalega þarna með rauðvínið okkar!!
Barry var rauðeygður þegar hann kvaddi Jónu sína og sagði henni að hann hefði tvö herbergi á leigu, svo þrátt fyrir ég væri flutt frá M0Bay gæti hún samt komið!! Ja, hver veit; Jón er alltaf að koma manni á óvart!!
Og nú er kominn hvunndagur á Taylor Road, ég sit með handritið "á síðum", er að setja inn síðutilvísanir og gera síðasta mögulega tjékkið á teksta og myndum áður enn það er sent í prentun. Ég er búin að fara í sund,Vivet sópar, Barry slær grasið og Miss Monika er eitthvað að ráðskast fyrir utan húsið. Svona er daglega lífið hjá okkur á Taylor Road. Sumar-KNUS í öll hús.
Comments:
Sæl mí kæra Svava og gleðilegt sumar og takk fyrir veturinn.
Þegar maður sér myndirnar af þeim stöllum er ekki laust við að ósk um að eiga þetta allt eftir sem við Freyja upplifðum hjá ykkur Sigfúsi skjóti upp kollinum.
Kær kv. Guðmunda
Þegar maður sér myndirnar af þeim stöllum er ekki laust við að ósk um að eiga þetta allt eftir sem við Freyja upplifðum hjá ykkur Sigfúsi skjóti upp kollinum.
Kær kv. Guðmunda
úff, hún Lilian lítur bara út eins og ég gerði út á Ítalíu hérna um árið.. þessar árans flugur geta gert mig brjálaða.. vona bara að þær láti mig vera ef ég næ að koma og heimsækja ykkur ;)
já gleðilegt sumar ;**
það var allveg frábært veður hérna á Íslandi í dag...þótt ég fékk ekkert að njóta þess, var allan daginn inni að læra :)
en ég hafði glugga og það var allanvega fallegt gluggaveður =)
en já Svava mín ég var mikið að pæla í því ef húsið hefði brunnið að kvöldi til...ég vil eiginlega ekkert ímynda mér hvað hefði gerst...
Mikið af skólaböllunum mínum var haldið á þessum skemtistað...en það verður nú ekki lengur =) haha
enn ég segji það sama og Sigrún ég vona að ég geti komið í heimsókn áður en þú flytur aftur til DK..enn það velltur allt á honum æðislega Pabba gamla sæta ;** haha ;)
enn jæjja er bara komin með ritgerð hérna ;) hah þykir ótrúlega vænt um þig :) blessbless kv.Hafrún Lilja
það var allveg frábært veður hérna á Íslandi í dag...þótt ég fékk ekkert að njóta þess, var allan daginn inni að læra :)
en ég hafði glugga og það var allanvega fallegt gluggaveður =)
en já Svava mín ég var mikið að pæla í því ef húsið hefði brunnið að kvöldi til...ég vil eiginlega ekkert ímynda mér hvað hefði gerst...
Mikið af skólaböllunum mínum var haldið á þessum skemtistað...en það verður nú ekki lengur =) haha
enn ég segji það sama og Sigrún ég vona að ég geti komið í heimsókn áður en þú flytur aftur til DK..enn það velltur allt á honum æðislega Pabba gamla sæta ;** haha ;)
enn jæjja er bara komin með ritgerð hérna ;) hah þykir ótrúlega vænt um þig :) blessbless kv.Hafrún Lilja
Gleðilegt sumar Svava mín. Hér var frábægt veður í dag, fraus á milli vetur og sumars. Síðan viðraði vel til trampólín-, göngu og hjólaferða.
Gaman að fylgjast með þér úr fjarlægð. Vona að við förum að hittast.
Bestu kveðjur,
Emma
Gaman að fylgjast með þér úr fjarlægð. Vona að við förum að hittast.
Bestu kveðjur,
Emma
Gleðilegt sumar mín kæra. Jú það er rétt munað það var alltaf rjómablíða á Dalvík ekki bara á sumardaginn fyrsta heldur allt sumarið suðuðu flugur sunnan undir vegg og ein til þrjár sólir skinu á heiðskýrum himni, sem var svo himinblár að síðan þá hafa sumir aðhyllst bláa litinn. Nei Svava mín, ég held að oft hafi verið skíta-kuldi og við skjálfandi á beinunum á sparikjólunum og sportsokkum. Semsagt berlæraðar og skjálfandi með Ásgeiri kennara í skrúðgöngu útað Brimnesbrú. Stundum hríðaði. Love S
Skrifa ummæli