sunnudagur, apríl 15, 2007
Halló elskurnar allar! þetta er náttúrulega ekki hægt, jamaicabloggarinn hefur sko ekki staðið sig í stykkinu - orðnar fleiri vikur síðan síðast og ég nærri búin að gleyma innlogginu á síðuna mína! það hefur ýmislegt á dagana drifið síðan síðast:
ég náði að sjá litlu hvolpana 5 sem fæddust heima hjá Doddu og fjölskyldu í Garðabæ;
Mig klæjaði í puttana - hefði viljað hafa þótt ekki væri nema nokkrar málningadollur!

á Kúbu er fallegt landslag og víða búið að gera stórkostlega hluti eins og þetta risastóra málverk sem er málað beint á klettavegg rétt hjá bænum Vinales;

í það heila var Kúbuferðin afar áhugaverð, óhjákvæmilega ber ég saman nágrannaeyjarnar Jamaica og Kúbu; Jamaica fer halloka í þeim samanburði á margan hátt: menntun, heilbrigðisþjónusta, glæsibyggingar, í öllu þessu ber Kúba af - en Guð minn almáttugur hvað allt er þar gleðisnautt. Ég hef aldrei áður áttað mig á hvað meint er með að "byltingin éti börnin sín".
það var gott að koma "heim" til Jamaica og á hótelinu í Kingston biðu þessar elskur eftir okkyur. Jóna og Lilian voru mættar á svæðið!
Gífurlega mikilvægur fundur í Rauðvínsstúkunni var haldinn í Ölfusborgum helgina 10. til 11. mars;
ég náði að sjá litlu hvolpana 5 sem fæddust heima hjá Doddu og fjölskyldu í Garðabæ;
ég var með þegar nafni minn og guðsonur Viktor Svavar í Roskilde blés á kertin á 8 ára afmælisdaginn;
Havanna er afskaplega áhugaverð borg á margan hátt, þvílíkar byggingar sem þar standa - og þvílíkt sem þarf að taka til hendinni!
Mig klæjaði í puttana - hefði viljað hafa þótt ekki væri nema nokkrar málningadollur!
Urmull af svörtum fánum með einni byltingarstjörnu blakta við byggingu bandaríska sendiráðsins í Havanna;
en það er líka músík í Havanna, alls staðar er verið að spila salsamúsík, mikill og fallegur söngur á hverju götuhorni;
á Kúbu er fallegt landslag og víða búið að gera stórkostlega hluti eins og þetta risastóra málverk sem er málað beint á klettavegg rétt hjá bænum Vinales;
í það heila var Kúbuferðin afar áhugaverð, óhjákvæmilega ber ég saman nágrannaeyjarnar Jamaica og Kúbu; Jamaica fer halloka í þeim samanburði á margan hátt: menntun, heilbrigðisþjónusta, glæsibyggingar, í öllu þessu ber Kúba af - en Guð minn almáttugur hvað allt er þar gleðisnautt. Ég hef aldrei áður áttað mig á hvað meint er með að "byltingin éti börnin sín".
við keyrðum svo heim til Mobay daginn eftir, ætlunin var að fara hefðbundna leið yfir fjöllin, en þeir voru að malbika í einum af litlu bæjunum sem við ætluðum að fara í gegnum svo okkur var beint á aðra leið - og það var sko lífsreynsla! vegurinn sem við þurftm að fara var svo svakalega mjór, hékk utan í fjallahlíðunum, skörðóttur og engar varnir voru til að varast þvergnýpt fallið niður. verð að viðurkenna að mér leist ekki alltaf vel á þegar ég var að mæta stærðarinnar flutningabílum á þessum mjóa vegi, oft mátti engu muna - ég hafði ca. 10 cm. sitt hvoru meginn við bílinn; öðumeginn var bílaröðin á móti okkur og hinu meginn þvergnýpið! Púha!! en heim komumst við og nú sóla þær sig við laugina stöllurnar og bíða eftir að ég hætti að blogga svo við getum farið að skoða Great House!
heyrumst seinna, nú er mál að linni, KNUS í öll hús.
Comments:
jibbý, svava er farin að blogga aftur ;) gaman að þessu, var farin að sakna þess að vita hvað væri að gerast í MoBay.. en hver veit nema ég geti séð það sjálf með eigin augum fljótlega ;) bið að heilsa þeim dömum og Sigfúsi vitanlega ;)
Skrifa ummæli