fimmtudagur, apríl 26, 2007
"Varnir Íslendinga tryggðar" - segir Mogginn í dag um samstarf Íslands og Danmerkur í öryggis og varnarmálum. . "Amerikanerne er skredet" segir danska ríkisútvarpið um sömu frétt og ekki er laust við að hlakki í dönum. "Þið gátuð sumsé ekki klárað ykkur án okkar eftir allt saman" - er undirtónninn! En er þetta ekki miklu eðlilegra en að Bandaríkjamenn séu að djöflast upp á Keflavíkurvelli? Mér finnst voða gott til þess að vita að Íslendingar eru á svo margan hátt farnir að líta meira og meira til Norðurlandanna á kostnað fyrri (óskiljanlegrar) áráttu fyrir öllu sem amerískt er. Sé þetta líka í mínu fagi, fyrir 10-15 árum þótti engin vera hjúkrunarfræðingur með hjúkrunarfræðingum nema hafa farið í nám í Bandaríkjunum. Nú er öldin önnur í orðsins fyllstu merkingu og fleiri og fleiri hjúkrunarfræðingar sækja framhaldsmenntun til Danmerkur, Svíþjóðar og Noregs. Enda er ekki svona svakalegur menningarlegur munur þar á milli. Gott mál og ég er viss um að Danir passa vel upp á okkur!
Enn er sami rembingurinn í veðrinu hérna á Jamaica, hávaðarok og læti. Ég veit ekki hvað er í gangi! Þetta hefur m.a. áhrif á rafmagið sem er voða óstabílt, kemur og fer, kemur og fer. Getur verið svolítið pirrandi þegar ég er að vinna á tölvuna og allt í einu verður allt svart!
Það gengur á ýmsu í vegargerðinni hjá Sigfúsi, mikið grafið og mokað, mikið ryk og mikill skítur! En mangósalarnir láta það nú ekki á sig fá, stilla mangóskálunum upp á bílhræin sín og hreyfa sig ekki úr stað þrátt fyrir að vinnuvélarnar séu á fullu við hliðina á þeim. Enda er þetta þekkt mangósölusvæði þarna í vegkantinum og hvert ættu þeir svosum að fara?
Hafið góðan dag elskurnar!
Comments:
Það er mjög gott mál að semja við norðmenn og dani um varnarmál, auðvitað eigum við að vera í góðu samstarfi og -bandi við frændur okkar og nágranna.Vonandi þarf aldrei í raun að reyna á slíkt varnarsamkomulag, en maður veit jú aldrei hvað morgundagurinn ber í skauti sér, svo allur er varinn góður.Steingrímur J. er ekki mjög hrifinn af þessum rammasamningi sem Valgerður er búin að undirrita. Valgerður skilur ekki neitt í neinu hvað getur verið að angra Steingrím þar sem vinstri öfl eru nú við völd í Noregi. Það er ótrúlega gaman að standa á hliðarlínunni og sjá hvað þessi pólitík getur verið skemmtileg en vitlaus á köflum. Love Svansa
Hæ, hér eru laufin að springa út á trjánum! Þetta er besti tíminn á árinu finnst mér,þegar allt er að lifna við. Varnir Íslands, jú ég held að það sé gott að við norðurþjóðir stiðjum við hvor aðra. Gefum af því sem við eigum meira af og þyggjum af því sem aðrir hafa að miðla og gefa. Fólk þarf ekki endalaust að vera að finna upp hjólið. (þetta var nú meiri spekin! ha,ha...)
knus, Hafdís.
Skrifa ummæli
knus, Hafdís.