mánudagur, maí 28, 2007
Einn af uppáhaldsstöðunum mínum er fuglareervatið sem er upp í fjöllunum skammt frá Mobay. Þangað fórum við í dag.
Það mátti ekki á milli sjá hver af þeim feðgunum var einbeittastur, Bjarki sem sat rótkyrr á meðan mangófuglinn drakk sykurvatnið úr flöskunni,
Brynjar sem lokkaði doctorbird á margvíslegan máta,
eða Ari sem nánast stanslaust hafði einn eða fleiri fugla á puttanum!
Þetta er svo frábær staður, bæði fallegt og svo er svo svakalega friðsælt þarna.
Tíminn æðir áfram og nú eiga þau bara eftir að vera hérna í 3 daga. Því miður hefur veðrið ekki verið sem skyldi, það rignir eitthvað á hverjum einasta degi. verulega fúlt! En svo er voða gott á milli og þau eru öll komin með þennan fína lit!
Comments:
jæja, það er nú samt best að hafa þau þarna hjá þér þótt veðrið gæti verið betra ;) annars rakst ég á þetta og varð hugsað til þín kæra frænka, sp. um að þú reynir að æfa þetta á hlaupabrettinu ;)
http://www.youtube.com/watch?v=pv5zWaTEVkI
bið að heilsa frændum mínum og sigfúsi og auðvitað katarínu ;)
Skrifa ummæli
http://www.youtube.com/watch?v=pv5zWaTEVkI
bið að heilsa frændum mínum og sigfúsi og auðvitað katarínu ;)