miðvikudagur, maí 30, 2007
Það er alltaf sama blíðan hérna - fyrripart dagsins. En upp út hádegi fer að þykkna upp og endar á hverjum degi með rigningu og látum. En góðu stundirnar eru vel nýttar eins og sjá má.
Við fórum inn á Half Moon hótelið eldsnemma í morgun og nutum alls lúxusins þar.
Meiningin var að vera þar á ströndinni, en sundlaugin er svo skemmtileg að við vorum bara þar. Enda er innbyggður bar í lauginni og rompunchið voða gott!
og Brynjar tók sér rétt augnabliks pásu frá köfuninni til að pósa fyrir ömmu sína.
En það var líka gott að liggja bara og slappa af. Hálfur í sól og hálfur í skugga!
Nú er bara einn dagur þangað til þau fara heim þessar elskur. Tíminn hefur sko liðið hratt, enda alltaf allt á fullu!
Comments:
Skrifa ummæli