.comment-link {margin-left:.6em;} <$BlogRSDURL$>

þriðjudagur, maí 15, 2007

Ég hentist upp frá tölvunni þegar bankað var á dyrnar klukkan 6.30 í morgun. "Er þetta Hafrún Lilja" kallaði ég hikandi en þó himinlifandi, datt snögglega í hug að etv. var þetta rétt hjá henni Sigrúnu að þetta hefði verið Hafrún sem var að synda í höfninni! Hafrún er líka marg búin að segjast vera á leiðnni til MoBay og þetta er sanngögull og ákveðinn kvenmaður - eins og hún á kyn til! En nei, ónei, hér var kominn André gas til að skoða gaskútinn okkar sem allt í einu hætti að gefa gas, þrátt fyrir að nýverið hefði honum verið skipt út. þetta gasleysi þýddi auðvitað að ég var "óköffuð" fyrstu klukkustundir dagsins og það er ekki gott!
Það var því gott að vera búin að fá þetta dundurtæki, hann Mr. Oster sem við Sigfús slengdum okkur á í síðustu apóteksferð okkar. Nú hvíli ég mig á frískpressaða morgundjúsinu og tæti saman klaka, tiltæka ávexti og slettu af td. tilbúnum gulrótar/mangó safa! Og þvílíkt nammi! Ég er rosalega veik fyrir svona tækjum, má segja að ég sé "smátækjaóð", er svo hugfangin af öllum þessum litlu rafmagnstækjum sem hægt er að láta gera ótrúlegustu hluti. Prófaði um helgina að gera rompunch og það var svona líka svakalega gott hjá mér. Ekki þó eins og í Húsbátagrillinu, en þeir eru líka fagmenn!
En það var líka voða gott að fá kaffið þegar André var búin að losa gasstífluna. Við höfum mest notað instantkaffi hérna enda er það alveg ágætt. En nú hef ég ekki fengið uppáhaldskaffið mitt lengi og keypti því venjulegt uppáhellingarkaffi um daginn. Tók með mér trekt og poka frá Danmörku og fann loksins kaffibrúsa hérna í verslun. Vivet horfði stórum augum á þessa viðbót á eldhúsbekknum og vildi fá að vita hvað þetta væri eiginlega. Þá fann ég út úr að hún hefur aldrei séð uppáhellingargræjur og þar af leiðandi aldrei snakkað þannig kaffi. Já, ég get enn orðið hissa yfir menningarlegum mun okkar!
Svona í restina; svakalega er gaman að þessum kommentum frá ykkur stelpur! Og Svansa frænka klikkar ekki frekar en fyrri daginn, já Svansa mín: 16 ár og "still going strong"!! Kannski verður Kristján Júl bara heilbrigðisráðherra?

Comments:
hahaha, þegar ég las fyrstu setninguna þá hélt ég í alvörunni líka að þetta hafi líklegast verið hafrún sem væri að banka uppá :P en svo áttaði ég mig á því að hún fór auðvitað með okkur fjölskyldunni út að borða áðan að halda upp á afmælið þannig að það gæti ekki alveg passað :P
 
Já, það er rétt elskuleg, þú átt afmæli í dag! Til hamingju með daginn! KNUS
 
Sæl mín kæra!
Það er svo gaman að lesa "bloggið" þitt og geta fylgst með þínu daglega amstri þarna á henni Djæmæku. Hafrún og Sigrún eru það ekki örugglega stelpurnar hans Ella? Gott að þú getur hellt þér uppá annars er teið rosagott.
Love Svansa
 
haha, takk fyrir það ;) og jú svansa, við erum dætur Ella :P það sést langar leiðir ;)
 
Skrifa ummæli


This page is powered by Blogger. Isn't yours?