fimmtudagur, maí 03, 2007
Ég var aftur komin með einhverja vesöld í eyrað, einkennin eins og í fyrra þegar ég fékk sýkingu og var að drepast í fleiri vikur. Dreif mig því til hérlends eyrnalæknis sem staðfesti grun minn; eyrnabólga sem þýðir að ég má ekki fara í sund í viku. Fjandans leiðindi! Doktorinn sýndi eftirnafninu mínu mikinn áhuga og sprði hvort pabbi minn héti þá Ara! Næstum því rétt og miðað við aðstæður má alveg segja að hann hafði skotið í mark! En svo kom skýringin; dóttir hans hafði verið í skóla með íslenskri stelpu fyrir nokkurm árum hérna í Mobay og þá var nú auðvelt að rekja þetta. Það hafa nefnilega ekki margir Íslendingar búið hérna og fyrir utan okkur þrjú sem erum hér núna vitum við bara um eina fjölskyldu og sú hin sama hafði leigt okkar íbúð þegar þau voru hér. Doktorinn hringdi í dóttur sína til að fá nafnið á vinkonuninni, og mikið rétt, þetta var fólkið! Svona er nú heimurinn lítill, líka hérna í MoBay.

Þessi mynd er nú aðallega sett inn fyrir þig Sigrún mín, nafna, frænka og þjáningasystir í skóinnkaupum. Jamaicanskar konur eru nefnilega fremur fótstórar og því ekkert voða erfitt að fá skó sem passa á konur eins og mig og Sigrúnu. Ég skoða stundum í skóbúðir (sérstaklega ef ég fer til Kingston!) og fer sjaldnast pokalaus þaðan út. Skóeign mín hefur því vaxið verulega síðasta árið og var ég orðin í hinum mestu vandræðum að hafa yfirsýn yfir þetta. Skóhillurnar þær arna keypti ég í IKEA þegar ég var í Kaupmannahöfn síðast og kom þeim loksins upp í dag. Það var ekki bara framkvæmdarskorti um að kenna, það gekk nefnilega ekki guddíulaust að finna upphengi og réttu festingarnar. Oft er ég búin að óska eftir IKEA og/eða BYKO hérna í Montego Bay! Hvernig væri að Jón Helgi og Ingvar Kampard tækju sig nú saman og kæmu upp búð hérna; hún gæti heitið IKKO - það myndu allir skilja og ég er vissum að það yrði brjáluð traffík hjá þeim!
Þessi mynd er nú aðallega sett inn fyrir þig Sigrún mín, nafna, frænka og þjáningasystir í skóinnkaupum. Jamaicanskar konur eru nefnilega fremur fótstórar og því ekkert voða erfitt að fá skó sem passa á konur eins og mig og Sigrúnu. Ég skoða stundum í skóbúðir (sérstaklega ef ég fer til Kingston!) og fer sjaldnast pokalaus þaðan út. Skóeign mín hefur því vaxið verulega síðasta árið og var ég orðin í hinum mestu vandræðum að hafa yfirsýn yfir þetta. Skóhillurnar þær arna keypti ég í IKEA þegar ég var í Kaupmannahöfn síðast og kom þeim loksins upp í dag. Það var ekki bara framkvæmdarskorti um að kenna, það gekk nefnilega ekki guddíulaust að finna upphengi og réttu festingarnar. Oft er ég búin að óska eftir IKEA og/eða BYKO hérna í Montego Bay! Hvernig væri að Jón Helgi og Ingvar Kampard tækju sig nú saman og kæmu upp búð hérna; hún gæti heitið IKKO - það myndu allir skilja og ég er vissum að það yrði brjáluð traffík hjá þeim!
Comments:
Leiðinlegt að heyra um krankleika hjá ykkur hjónum en það gengur vonandi fljótt yfir. Já Svava heimurinn hefur sannarlega skroppið saman með árunum, eða bara hlaupið eins og flík í þvotti. Manstu hvað gat verið langt uppí Miðkot að ég tali ekki um út í Hól. Dagleið að manni fannst.Núna kemst maður til Kína á hálfum sólarhring.Vonandi lagast olnboginn hjá Sigfúsi og eyrað þitt mín kæra sem allra fyrst. Love S
Er að fara að passa Bjarka litla frænda í 2 tíma eða svo. Voða gaman. Vonandi líður olnboga og eyra vel í dag. Knus, Hafdís.
Skrifa ummæli