laugardagur, maí 12, 2007
Ég var að kíkka á fréttasíðurnar (íslensku og dönsku) eins og geri flesta daga; og "mikið gengur á og meira stendur þó til" eins og kellingin sagði þarna um árið! Á einni viku er nýi flokkurinn hans Naser Khader búinn að sópa til sín yfir 17 þúsund meðlimum og geri aðrir betur! Flokkurinn segir áhrifum Dansk Folkeparti á danska pólitík stríð á hendur og eins og allir nýstofnaðir flokkar fyrr og síðar, vilja stofnendur flokksins að gera betur en nú er gert.
En þessi flokkur, "Ny Allience" setur líka fram þá von að hægt verði að sameina grunngildi okkar sem manneskja í vestrænu þjóðfélagi, áhrifaríkri og dugandi samfélagsþróun án þess að þurfa að beita öfgafullum hægri eða vinstri öflum. Naser Khader, sem er múslimi, er gífurlega vinsæll pólitíkus í Danmörku en mætir mikilli mótstöðu heittrúaðra múslíma. Hann er of "líberal" að þeirra mati. Ef ég hefði kosningarétt til alþingis í Danmörku myndi ég örugglega ganga í flokkinn, ég held að það komi eitthvað gott út úr þessu.
En ég kýs til Alþingis á Íslandi! Og nú verður spennandi að sjá hvað gerist í dag. Áður en ég kaus (gerði það utankjörstaðar í Kaupmannahöfn daginn áður en ég fór þaðan í lok mars) skrifaði ég efstu mönnum allra lista í Norðurlandskjördæmi eystra (en þar verð ég að greiða atkvæði sbr. síðasta lögheimili) og bað þá að gefa mér upplýsingar um stefnu þeirra flokks í málefnum fólks með heilabilun og hvað þeir hyggðust gera ef þeir kæmust í ríkisstjórn. Ari sonur minn hló mikið að mér, sagðist vera viss um að þetta fólk héldi að ég væri sjálf með heilabilun! En hvað um það, flestir svöruðu mér. Sumir með stöðluðum pólítískum svörum, aðrir af vanþekkingu en frá einum aðila fékk ég stórgóð svör sem lýstu allavega ákveðnum vilja til að gera eitthvað.
Ég kaus þann flokk. Og nú verður spennandi að fylgjast með niðurstöðum kosninganna í dag.
Það verður brjálað að gera; bæði kosningar og Júróvisjón! Við sáum hluta af undankeppninni í fyrradag á einhverri ísraelskri stöð, reyni að finna hana aftur á eftir. þetta byrjar nefnilega kl. 14.00 að mínum tíma. Það verður ekkert júrópartý hjá okkur, þó keypti ég poppkorn í gær til hátíðarbrigða!

Og aldrei að veit nema eitthvað svona verði gert líka!
Kjósið nú rétt elskurnar, hver ætlar að gera best í heilabilunarmálunum?!
Og hvernig eigum við að reyna að koma einhverri vestrænni þjóð að í júróinu?
Skyldi ég geta SMS-að héðan?
Já þetta verður þrælerfiður eftirmiddagur! KNUS í öll hús
En þessi flokkur, "Ny Allience" setur líka fram þá von að hægt verði að sameina grunngildi okkar sem manneskja í vestrænu þjóðfélagi, áhrifaríkri og dugandi samfélagsþróun án þess að þurfa að beita öfgafullum hægri eða vinstri öflum. Naser Khader, sem er múslimi, er gífurlega vinsæll pólitíkus í Danmörku en mætir mikilli mótstöðu heittrúaðra múslíma. Hann er of "líberal" að þeirra mati. Ef ég hefði kosningarétt til alþingis í Danmörku myndi ég örugglega ganga í flokkinn, ég held að það komi eitthvað gott út úr þessu.
En ég kýs til Alþingis á Íslandi! Og nú verður spennandi að sjá hvað gerist í dag. Áður en ég kaus (gerði það utankjörstaðar í Kaupmannahöfn daginn áður en ég fór þaðan í lok mars) skrifaði ég efstu mönnum allra lista í Norðurlandskjördæmi eystra (en þar verð ég að greiða atkvæði sbr. síðasta lögheimili) og bað þá að gefa mér upplýsingar um stefnu þeirra flokks í málefnum fólks með heilabilun og hvað þeir hyggðust gera ef þeir kæmust í ríkisstjórn. Ari sonur minn hló mikið að mér, sagðist vera viss um að þetta fólk héldi að ég væri sjálf með heilabilun! En hvað um það, flestir svöruðu mér. Sumir með stöðluðum pólítískum svörum, aðrir af vanþekkingu en frá einum aðila fékk ég stórgóð svör sem lýstu allavega ákveðnum vilja til að gera eitthvað.
Ég kaus þann flokk. Og nú verður spennandi að fylgjast með niðurstöðum kosninganna í dag.
Það verður brjálað að gera; bæði kosningar og Júróvisjón! Við sáum hluta af undankeppninni í fyrradag á einhverri ísraelskri stöð, reyni að finna hana aftur á eftir. þetta byrjar nefnilega kl. 14.00 að mínum tíma. Það verður ekkert júrópartý hjá okkur, þó keypti ég poppkorn í gær til hátíðarbrigða!

Og aldrei að veit nema eitthvað svona verði gert líka!
Kjósið nú rétt elskurnar, hver ætlar að gera best í heilabilunarmálunum?!
Og hvernig eigum við að reyna að koma einhverri vestrænni þjóð að í júróinu?
Skyldi ég geta SMS-að héðan?
Já þetta verður þrælerfiður eftirmiddagur! KNUS í öll hús
Comments:
Skrifa ummæli