sunnudagur, maí 27, 2007
Guðbjörg kvaddi mig og MoBay klukkan 7 í morgun. Hún verður komin til Köben í fyrramálið að dönskum tíma eftir millilendingu í USA. Við hin förum svo sömu rútu á föstudaginn.
Mér finnst voða gott að það er stutt í að ég hitti hana aftur!
Veðrið er búið að vera fremur óstabílt síðustu vikuna; fínt veður fyrripartana en svo hefur hann dregið upp á sig þegar líður á daginn og oftast skvett úr sér á kvöldin og stundum verulegar dembur. Hálfleiðinlegt, en ekkert við að gera og við tökum líka daginn snemma hér. Allt komið á ferð og flug uppúr 6 á morgnana
Dr. Cave Beach er gífurlega vinsæll staður, Bjarki er búin að ná góðum tökum á snorklinu og þarf að beita miklum fortölum til að fá hann upp úr sjónum. Frugtpunch dugar oftast sem beita! En það er líka voða gaman að skoða allavega fiska, röndóttir, bláir og rauðir fiskar synda örstutt úti.
Katherine situr á vaktinni; maður sér í Bjarka í sjáfarmálinu, hann þekkist af appelsínugulu armkútunum og litla rassinum sem stingst upp úr sjónum!
Frugtpuncinn hjá ömmu er líka voða vinsæll, blenderinn er í stanslausri notkun á Taylor Road!
Við fórum í "Poolparty" í gærkvöldi, það átti nú við drengina mína; veislan var á sundlaugarbarminum hjá Merete og Lars og allir krakkarnir busluðu í lauginni og komu rétt upp til að borða. En rétt í því sem maturinn kom á borðin fór rafmagnið og þá var Bjarki orðinn voða lúinn, og hafði enga matarlyst svo amma fór bara með hann heim. (gott að hafa tvo bíla!)
Eftir góðan skamt af jógúrt var hetjan ekki lengi að falla! Hann sefur á milli okkar Sigfúsar og kann því vel! Sefur vel og lengi, oftast amk. 12 tíma. Enda er þessi litli kroppur í stanslausri aksjón frá morgni til kvölds.
Pabbi hans er svosum aktívur líka, fór á golfvöllinn klukkan átta í morgun!
Það er svo gaman að hafa þau hérna, tíminn líður með ógnarhraða og eftir nokkar daga erum við öll í Kaupmannahöfn. KNUS í öll hús
Comments:
Skrifa ummæli