föstudagur, maí 25, 2007
Her eru eilífir sunnudagar og margar ástæður til veisluhalda. Í gær varð Brynjar 10 ára og var því að sjálfsögðu fagnað með viðeigandi hætti.
Feðgarnir greiddu sér allir í "pigsving" eins og Bjarki kallar það og voru náttúrulega rosalega flottir!
Við morruðum á ströndinni;
og í tilefni dagsins fékk Brynjar að prófa að keyra jetsky. Hann tætti fram og aftur og ömmu fannst hann spýta ansi duglega í stundum!
En hann er orðinn stór strákur hann Brynjar og stórmyndarlegur eins og sjá má!
Við skruppum á Mósaíkbarinn þar sem Bjarki hjálpaði til við að gróðursetja pálmatré,
tante Guðbjörg slappaði af á meðan!
Það er náttúrulega meiriháttar að fá að hafa þau öll hérna hjá mér; við njótum hverrrar mínútu!
Guðbjörg fer á sunnudaginn, en þau hin verða fram á fmmtudag. Ég slæst í hópinn og verð þeim samferða til Kaupmannahafnar. Fer svo áfram til Íslands þann 4. júní. Ég ætla sko að verða komin þegar bókin kemur úr prentun!! Hlakka mikið til.
KNUS frá okkur öllum.
Comments:
Þið njótið greinilega lífsins:) Til hamingju með strákana þína Svava, þeir eru flottir;)
Kveðja til allra úr Kópavoginum...Sunna&co
Kveðja til allra úr Kópavoginum...Sunna&co
úff, get ekki beðið eftir að fá þig heim, verður að kíkja á okkur í Hólmatúnið ;) kannski ég taki mig til og baki aftur :P
Skrifa ummæli