föstudagur, maí 04, 2007
Næturvörðurinn rak upp stór og svefndrukkin augu þegar Stóri Rauður renndi sér út um garðshliðið kl. 4.30 í morgun og með mig á náttsloppnum undir stýri. Enda ekki nema von, hvað er fólk að þvælast út svona snemma! Kom ekki til af góðu, Sigfús var ásamt Peter hinum sænska boðaður á fund í Kigston og meiningin var að taka fyrsta flug í morgun. Svo var hringt í gærkvöldi; ekkert flug til Kingston á morgun, punkt og slut! Engin ástæða gefin - svona er þetta nú bara hérna og þá er ekkert annað að gera en að "snara sér" landleiðina. Getur tekið tímana tvenna, ekki síst ef verið er að laga veginn einhverstaðar á leiðinni, og það er sko ósjaldan. Þeir þurftu að leggja af stað fyrir allar aldir til að ná á fundinn og þvíeins var allt komið á fullt á Taylor Road klukkan 4 í nótt. Næturvörðurinn var glaðvaknaður þegar ég kom frá því að keyra Sigfús - og því miðurég líka . Ég er þeirri náttúru gædd, að ef ég nú einu sinni er vöknuð á morgnana, er mér lífsins ómögulegt að fara aftur að sofa, ég held mér finnist alveg nóg að þurfa að vakna einu sinni á sólarhring! Þannig að þegar Vivet kom hafði ég verið á stjái í fleiri klukkutíma. Meðal þess sem ég ætlaði að nota tímann til var að laga í brauð og sótti því stóru skálina inn í skáp. Í botni skálarinnar lág eitthvað - það rifjast upp fyrir mér að svona "eitthvað" hafði ég líka séð í gær í annari skál í sama skáp. Þá skolaði ég bara skálina í þeirri trú að þetta væri eitthvað kusk sem gjarna liggur svona hér og þar. En nú varð ég tortryggin í meira lagi! Hvað var þetta? Hvaðan kom þetta? Og það sem meira er: ÚR HVERJU ER ÞETTA? Bökunaráhuginn hvarf jafn snögglega og hann kom og ég fór að pæla. Hvernig lítur kakkalakkakúkur út? Kakkalakkar eru nefnilega þau kvikindi sem ég hreinlega get ekki vanist, sem betur fer eru þeir sjaldgæfir hér innanhúss, enda séð til þess að ekkert sé aðgengilegt til átu fyrir þá né aðra hungraða fjölfætlinga sem gætu lagt leið sína um skápa og skúffur. Ég var enn í djúpum pælingum þegar Vivet kom. Spurningu minni um kakkalakkakúk lét hún ósvarað, en ég sá á henni hvað verður nýjasta skemmtisagan á tröppunum heima hjá henni í kvöld!
Þegar ég gekk á hana viðurkenndi hún að hafa séð eitthvað sambærikegt fyrr í vikunni og taldi það vera eðlukúk! EÐLUKÚK - þvílík bölvuð vitleysa! Fyrir það fyrsta eru hvorki Palla né skyldmenni hennar neitt að þvælast í skápunum. Og í öðru lagi, eðlukúkur hlýtur að vera stærri! þetta var cirka svona stórt --- og bara tvö stykki. Eðla gerir örugglega stærra.
Nei, því er nú verr og miður - ég hef þetta ógeð grunað um að hafa skitið í skápinn!
Og þrátt fyrir að Vivet haldi fram að hún hafi þrifið einmitt þennan skáp fyrir tveim dögum (held reyndar það sé ekki rétt, henni finnst þessi þvottaárátta í mér algjör "pain in the ass"!) þá skal allt út úr honum í dag og hann skrúbbaður hátt og lágt! Og hana nú! En svona í forbifarten - veit einhver hvernig kakkalakkakúkur lítur út?
Comments:
OOJJJJJJJJJJ BARASTA...
Fegin ég að það eru öngvir kakkalakkar á álftanesinu :P og því veit ég ekki hvernig skíturinn úr þeim lítur út :/
Fegin ég að það eru öngvir kakkalakkar á álftanesinu :P og því veit ég ekki hvernig skíturinn úr þeim lítur út :/
hahaha :D og já, takk fyrir myndina af skónum ;) ég er alveg sammála, þeir þyrftu að fara að opna Byko á fleiri stöðum ;) þá gæti ég kannski fengið stöðu sem yfirmaður leigumarkaðar í Mobay og kíkt á ykkur reglulega í kaffi :P ;)
Skrifa ummæli