.comment-link {margin-left:.6em;} <$BlogRSDURL$>

laugardagur, maí 05, 2007


Við fórum í heimsókn til Crissyar og fjölskyldu í dag. það var afskaplega jákvæð upplifun, það var svo gaman að koma inn á svona venjulegt jamaicanskt heimili og ekki síður var gott að sjá að foreldrar Crissyar eru bara svona venjulegt fólk! Henni líður líka voða vel, alveg hægt að sjá að hún er örugg og hamingjusöm lítil stúlka.

Sjáið hana bara þarna!









Henni finnst voða gott að kúrra og lág sem fastast ofan á gleraugunum hans Sigfúsar!











Hún er farin að skellihlægja, slefar öll ósköp og spékopparnir eru farnir að kpoma vel í ljós!












Þetta tannlausa bros er bara engu líkt!














Ég verð að viðurkenna að ég er fallin kolflöt fyrir henni. Hún er bara 7 mánaða og kann hvorki íslensku né patvamállýskuna, en þvílíkt andlits"udtryk"!!


En svo verður maður náttúrulega þreyttur á heimsóknum og auðvitað þyrst í þessum hita!
Það verður fróðlegt að vita hvað verður úr þessu stelpukorni!

Comments:
Crissy er alveg yndislega falleg og hvílík augu, svo á hún svo æðislega guð-foreldra sem munu sjá til þess að hún verði jafn fögur hið innra. Love S
 
Skrifa ummæli


This page is powered by Blogger. Isn't yours?