fimmtudagur, júní 14, 2007

Bókin er komin út! "Ný sýn á heilabilun - einstaklingurinn í öndvegi", sá dagsins ljós fyrir rúmri viku og ég ætla ekki að reyna að lýsa tilfinningunni sem fór um mig þegar ég hélt á fullnótuðu verkefninu í hendinni. Verkinu er lokið og svo er bara að sjá hvernig til hefur tekist.
Byrjunin er góð, ráðstefnan sem við héldum í tilefni útkomu bókarinnar var afskaðlega vel sótt, 130 manns komu og stemningin var góð og jákvæð.
Nýskipaður heilbrigðisráðherra Guðlaugur Þór mætti og ávarpaði málþingið og ég fékk mikið hrós frá honum og öðrum fyrirlesturum fyrir framtakið.
Mér tókst að lauma að honum nokkrum velvöldum orðuð um heilabilunarmálaflokkinn áður en hann kvaddi þingið!
Þetta var bara allt voða skemmtilegt og mikill áhugi fyrir bókinni, hellingur pantaður þarna á málþinginu!
Eftir ráðstefnuna var opið hús heima á Frakkastíg og þangað komu vinir og vandamenn og skáluðu fyrir mér, bókinni og heilabiluninni! Við erum á landinu allar stysturnar eins og er, það er nú ekki á hverjum degi sem við hittumst.
Jóna vinkona mín kom alla leið frá Kaupmannahöfn til að vera viðstödd herlegheitin og nutum við þess að vera hálfgerðir túristar saman í reykjavík í örfáa daga. Ég ætti aupvitað ekki að vera að birta þessa mynd af henni og Guðmundu; konurnar báðar meðlimir Rauðvínsstúkunnar og báðar með bjórglas! Þetta er náttúrulega ekki hægt!
Síðustu vikuna er ég svo bara búin að dúlla mér, grilla á nýja grillinu okkar, planta (gervi!) blómum í potta á svalirnar, fara í heimsóknir og labba Laugarveginn! Ekkert af þessu hef ég haft tíma til að gera síðustu mörgu skiptin sem ég hef verið í Raykjavík. Að vísu er ég líka búin að fara í tvö útvarpsviðtöl og tvö blaðaviðtöl, það gekk allt þokkalega vel og hjálpar til við að kynna bókina og þann boðskap sem hún hefur að færa.
Svo nú er bara framundan sumarfrí, Sigfús kemur á laugardaginn, sömuleiðis Guðbjörg og Katja og Ari og co. í næstu viku. Tilefni komu þeirra er afmæli Sigfúsar sem við ætlum að halda upp á í félagsskap barna okkar, tengdadætra og barnabarna. Verður frábært!
Vona líka að ég nái að sjá og hitta flest af ykkur, mínir tryggu blogglesarar. KNUS í öll hús.
Comments:
Enn og aftur til hamingju með bókina.Flott mynd af ykkur systrum. Mér er farið að leiðast að heyra ekkert frá þér hvar er Svava í Arnarfelli nú. Love Svansa
úff, hér berst ég við að komast í gegnum bókina og skilja allt sem ég er að lesa ;) takk fyrir textann sem þú skrifaðir til mín ;*
Skrifa ummæli