föstudagur, júní 01, 2007
Góðan daginn! Klukkan er hálf sex og allir vaknaðir og komnir á ról. Erum að leggja í´ann eftir skamma stund, ég og Lofotfjölskyldan. Fyrst til New York og svo áfram til Kaupmannahafnar. Smákvíði í okkur því elkan hann Bjarki er kominn með eyrnabólgu! Byrjaði seinnipartinn í gær; allavega fór hann að kvarta þá. En hann er svoddan hörkutól hann Bjarki, að þetta gæti vreið búið að plága hann eitthvað síðustu dagana. hefur verið svolítið pirraður! Við Katherine fórum með hann til læknis og honum leist nú ekki vel á að við værum að fara með hann í þriggja+níu tíma flug! Fengum lyf handa honum og ætlum að sjá til hvernig gengur til N.Y. Í versta falli verða þau að stoppa þar í einn sólarhring.
En ég held undir öllum kringumstæðum áfram, bíður mín tilbúin bók á Íslandi! Já, hún kemur úr prentun í dag!
Sjáumst, KNUS í öll hús.
En ég held undir öllum kringumstæðum áfram, bíður mín tilbúin bók á Íslandi! Já, hún kemur úr prentun í dag!
Sjáumst, KNUS í öll hús.
Comments:
Skrifa ummæli