sunnudagur, júní 03, 2007
Það voru svolítið þreyttir ferðalangar sem lentu á Kastrup tæpum sólarhring eftir að við lögðum upp frá Montego Bay. Fyrir utan áætlaðan biðtíma í New York, var þriggja tíma seinkunn þaðan til Kaupmannahafnar, þar af 2,5 tímar inni í vélinni! Hálfleiðinlegt, svo ekki sé meira sagt! En ferðin gekk samt ótrúlega vel, Bjarki fann ekki til í eyranu og báðir strákarnir sváfu vært lungann úr túrnum. Hann Ari minn var ekki mjög hress þegar kom í ljós að eina töskuna vantaði þegar heim kom og ekkert hefur enn til hennar spurst. Ergilegt, við biðum auka klukkutíma á meðan verið var að leita, en án árangurs. Lofotenfjölskyldan hélt svo áfram í dag og eru í þessum skrifuðu orðum komin heim til Stamsund. Ég sit á kæjanum, hálfrykuð af jetlack, en náði nú samt að skreppa í Nyhavn með Jónu í dag í bíðskaparveðri. Ekkert smá gott að hjóla aftur! Svo legg ég enn og aftur í´ann á morgun, verð komin til Íslands um hálfníu leytið annað kvöld. Púhe - þvílíkur þvælingu á manni!
En það verður sko gaman að koma, bókin er komin í hús og eftir því sem ritstjórinn minn segir lítur hún bara vel út! Eftir ca. einn og hálfan sólarhring held ég á henni milli handanna - tilbúin bók. Er ekki enn búin að fatta þetta, verð að sjá hana áður en ég trúi að bókin er orðin veruleiki ;-)
Á fimmtudaginn verður svo málþing í tilefni útgáfunnar, verður spennandi að sjá og heyra. Þangað til næst; hafið það gott elskurnar, KNUS í öll hús.
Comments:
Sæl mín kæra og fyrirgefðu hvað ég hef lítið komið við undanfarið. Ég hef verið mjög upptekin. Segi þér það allt seinna. Til hamingju með bókina. Ég las viðtal við þig í Mogganum frábært hjá þér stelpa.
Love Svansa
Skrifa ummæli
Love Svansa