.comment-link {margin-left:.6em;} <$BlogRSDURL$>

þriðjudagur, júlí 31, 2007

Bjarki Örn Arason varð 5 ára á dögunum. Meðal þess sem hann fékk í afmælisgjöf var golfsett. Pabbi hans fer gjarna og spilar golf og nú er Brynjar stóribróðir farinn að fara með á völlinn. Að sjálfsögðu verður Bjarki að vera með og ef að líkum lætur verður hann ekki lengi að ná réttu sveiflunni, allavega er hver einasti vöðvi í hans litla kroppi í super þjálfun! Til að verða viðræðuhæf þegar sonarsynir mínir fra að segja hetjusögur af golfvellinum ákvað ég að ég yrði að kynna mér þetta spil sem hingað til hefur ekki verið ofarlega á lista mínum yfir skemmtiefni.
Svo að ég pantaði mér tíma hjá golfkennara á Half Moon golfvellinum og mætti þar galvösk snemma í morgun.
Og ég verð að segja að ég varð hissa á ýmsu. Fyrir það fyrsta var þetta alls ekki leiðinlegt. (Hafði aldrei skilið hvað fólk sá við þetta!) Í öðru lagi þá var þetta heilmikið puð. (Og ég sem hélt að þetta væri svona einskonar "gerviþjálfun"!) Í þriðja lagi þá er þetta flóknara en ég átti von á. (Þetta lítur út fyrir að vera svo einfalt og auðvelt - bara að lemja kúluna út í loftið og rölta svo á eftir henni)
Kennarinn minn hann mister Baron sýndi mér mikla þolinmæði og endurtók í sífellu sömu hlutina; rétta gripið, réttu sveifluna, réttu fótsporin, réttu hnéstellinguna, rétta augnamiðið, réttu handarstellinguna. Eftir klukkutíma var ég að niðurlotum komin, svitinn lak niður í augu og sem betur fer sá ég ekki hvað ég var rauð í andlitinu fyrr en ég kom heim! Mr. Baron blés náttúrulega ekki úr nös frekar en "alvöru" golfspilarnir sem voru að æfa sveiflur þarna við hliðina á mér.


Ég ætlaði nú að setja inn mynd af baróninum en það gengur bara ekki að setja inn myndir á bloggið þessa kviðuna. Fer ekki lítið í taugarnar á mér!!

En baróninn var voða "pedagógískur" og hrósaði mér í hástert þá sjaldan sem ég gerði eitthvað rétt! En ég verð að segja að þetta vakti forvitni mína og ég ætla að fara og hitta baróninn aftur á fimmtudaginn og vita hvort ég hitti kúluna!

Comments:
Flott hjá þér að prófa golfið. Ég á líka eftir að prófa aftur betur. Svolítið hrædd um að vera góð í þessu, KNus og sólarkveðjur, Hafdís.
 
Bið að heilsa Palla og co.Ég vona að þér takist betur en mér með golfið. Ég reyndi það fyrir nokkrum árum og fingurbraut mig mjög fljótlega.þetta snýst ekki um krafta eins og ég hélt heldur "allt vill lagið hafa"Love S
 
Skrifa ummæli


This page is powered by Blogger. Isn't yours?