laugardagur, júlí 14, 2007
Við leggjum af stað til MoBay snemma í fyrramálið, verðum komin "heim" upp úr hádegi að jamaikönskum tíma.
Þessar 5 vikur hafa verið fljótar að líða, enda verið "drøn på" allan tímann. En við erum búin að ná rosalega miklu, eins og fyrri daginn!
Við fórum og heimsóttum vini okkar í Svíþjóð..
fórum í grill til Jónu...
(í verstu regnskúrunum var Jóna komin með grillið hálfa leið inn í stofu!!)
Palli frændi minn og fjölskylda koma svo í heimsókn til okkar til Montego Bay eftir nokkra daga, það verður gaman að fá að vera með þeim og tilhlökkunin er mikil hjá okkur öllum. Sérstaklega hlakkar hann nafni minn til að fá að klifra í fossunum! Þið fáið að heyra meira fráþví seinna.
En þangað til; hafið það gott og passið vel upp á hvert annað. KNUS í öll hús.
Comments:
Skrifa ummæli