sunnudagur, júlí 08, 2007
Halló elskurnar mínar allar!

Gamlir vinir og vinnufélagar komu, fjölskylda og vinir, Ari, Katherine, Brynjar og Bjarki komu frá Lofoten og Guðbjörg og Katja frá Kaupmannahöfn. Mikið var spjallað og mikið hlegið! Þakka ykkur öllum fyrir komuna og fyrir að gera daginn svona skemmtilegan.
Á sjálfan afmælisdaginn fórum við svo í ferðalag. Við Sigfús vorum búin að bjóða börnunum okkar og fjölskyldum þeirra í óvissuferð, þau vissu auðvitað ekkert hvert ferðinni var heitið; annars hefði það ekki verið óvissuferðVið lögðum af stað snemma morguns og keyrðum í rútu austur fyrir fjall. Sigfús er svo svakalega fróður um land og sögu og sagði okkur sögur af öllu sem fyrir augu bar. Þarna erum við upp á Hellisheiði þar sem bæði var skoðaður vegurinn sem Sigfús byggði og gamli troðningurinn sem fætur hesta og kinda hefur markað í hraunið.
Eftir ekta danskan frokost var farið í sund með allan hópinn í Árnesi og sumir hefðu gjarna viljað vera þar það sem eftir var dagsins!

Systa með tvíburana sína þau Friðnýju og Ísólf

Það er sko orðið langt síðan síðast; tíminn hefur liðið hratt og allt í einu eru bara nokkrir dagar þangað til ég verð aftur komin til Mobay. En það er líka mikið búið að gerast, þegar bókin var komin vel og lukkulega á markaðinn var hægt að fara að snúa sér að næsta stórviðburði sem var afmælið hans Sigfúsar.

Hann varð nefnilega 70 ára þessi elska þann 25. júní sl.
Og slíkum tímamótum á að sjálfsögðu að fagna og halda vel upp á. Það gerðum við fyrst með því að hafa "kom sammen" á Frakkastígnum þar sem fólk droppaði við í grill og rauðvín.
Nonni mágur snaraði sér í gervi franska kokksins og vék ekki frá grillinu allan daginn, honum munaði ekkert um að grilla handa 50 manns og redda í leiðinni ýmsum málum gegnum símann! Það er sko ekki ónýtt að eiga svona mág!
Veðrið lék við okkur og það var mikið gaman. Þeim leiddist nú ekki frændunum þeim Ella og Ara; það voru sko sagðar margar sögurnar á svölunum þarna um kvöldið!
Litli borðhitarinn sem við Sigfús vorum nýbúin að kaupa kom að góðum notum, við sátum þarna í andlegum og líkamlegum yl, langt fram á nótt.
Gamlir vinir og vinnufélagar komu, fjölskylda og vinir, Ari, Katherine, Brynjar og Bjarki komu frá Lofoten og Guðbjörg og Katja frá Kaupmannahöfn. Mikið var spjallað og mikið hlegið! Þakka ykkur öllum fyrir komuna og fyrir að gera daginn svona skemmtilegan.
Bjarki er svo óskaplega hrifinn af Kötju og var alltaf einhversstaðar í námunda við hana. Bjarmi var þarna með allar stelpurnar sínar sem eru hver annarri indælli.
Eftir morgunmat "ud i det grønne" við Hveragerði var farið í fótbolta;
við skoðuðum Búrfellsvirkjun og þar voru flugurnar alveg að gera út af við okkur! Brugðið var á ýmis ráð til að verja sig!
Við Hjálparfoss var farið í göngutúr og fótabað, og þrátt fyrir mikið flugnager tókst að ná hópnum saman til myndatöku.
Krökkunum fannst ótrúlegt að heyra að fólk hefði búið í hellunum við Laugarvatnsvöllum, enda er það meðólíkindum að þarna hafi fólk búið langt fram á tuttugustu öldina.
Bjarki fannst ekki leiðinlegt að príla þarna í kring!
Þingvellir heilsuðu okkur með slíkri blíðunni, þvílíkt sem það er fallegt þarna.
Við tékkuðum okkur inn á hótelið og fólk fékk smátíma til að slappa af og græja sig áður en boðið var til afmælismiddags sem að sjálfsögðu samanstóða af óvissumatseðli kokksins! Við vorum ekki svikin af honum skal ég segja ykkur, þessi líka indælis maturinn!
Systa með tvíburana sína þau Friðnýju og Ísólf
Friðnýju fannst gott að kúrra milli Ara og Rúnars stóra bróðurs

Ég voða ánægð með tengdadæturnar mínar!

Morgunin eftir fór Sigfús með hluta hópsins að veiða í Þingvallavatni, því miður urðu þau ekki vör, krökkunum til sárra vonbrigða.

Ég fór á meðan með Ara og Katherine í göngu um Almannagjá og nágrenni.
Við hefðum getað hugsað okkur að stoppa lengur á Þingvöllum, en nú var farið að líða að lokum ferðarinnar. Rútan okkar var komin og þegar búið var að kasta smápeningum í Peningagjána var haldið af stað áleiðis til Reykjavíkur. Síðasta stoppið var í nýju sundlauginni í Mosfellsbæ þar sem allir fengu eitthvað við sitt hæfi; afslöppun í misheitum pottum, salíbunu í rennibrautum eða góðan sundsprett. Allir voru sammála um að ferðin hefði heppnast afskaplega vel, það var gaman og fróðlegt, en líka var svo skemmtilegt að vera saman. Alveg gæti ég hugsað mér að fara aftur í svona óvissuferð!
Ég voða ánægð með tengdadæturnar mínar!
Morgunin eftir fór Sigfús með hluta hópsins að veiða í Þingvallavatni, því miður urðu þau ekki vör, krökkunum til sárra vonbrigða.
Ég fór á meðan með Ara og Katherine í göngu um Almannagjá og nágrenni.
Við hefðum getað hugsað okkur að stoppa lengur á Þingvöllum, en nú var farið að líða að lokum ferðarinnar. Rútan okkar var komin og þegar búið var að kasta smápeningum í Peningagjána var haldið af stað áleiðis til Reykjavíkur. Síðasta stoppið var í nýju sundlauginni í Mosfellsbæ þar sem allir fengu eitthvað við sitt hæfi; afslöppun í misheitum pottum, salíbunu í rennibrautum eða góðan sundsprett. Allir voru sammála um að ferðin hefði heppnast afskaplega vel, það var gaman og fróðlegt, en líka var svo skemmtilegt að vera saman. Alveg gæti ég hugsað mér að fara aftur í svona óvissuferð!
Og nú er ég í Kaupmannahöfn, við förum áfram til Mobay á sunnudaginn kemur og allir hinir komnir til síns heima. KNUS í öll hús
Comments:
Sæl mín kæra!
Yndislegt að heyra frá þér og til hamingju með lífið og tilveruna. Skilaðu kveðju og góðum afmælisóskum til Sigfúsar. Kveðja til allra þinna.
Love Svansa
Skrifa ummæli
Yndislegt að heyra frá þér og til hamingju með lífið og tilveruna. Skilaðu kveðju og góðum afmælisóskum til Sigfúsar. Kveðja til allra þinna.
Love Svansa