mánudagur, júlí 30, 2007
En húsakosturinn er ekki merkilegur, mestmegnis eru þetta bárujárnsskúrar og einhverjar spýtur sem barðar hafa verið saman í veggi og þakómynd. Svakalegt að hugsa sér hvernig margir hafa það hérna, lífið er ekki bara sól og sunnanvindur fyrir það fólk sem býr í Flankers.
Svo er maður að óskapast yfir ýmsum smámunum eins og bilaðri loftkælingu og tauþurrkara sem ekki virkar nema annað slagið.
En það verður nú samt að viðurkennast að það verður ansi heitt hérna inni þegar kælingin virkar ekki! En André vatns-gas- og airconmeistari lofar að búið verði að gera við mótorinn á morgun. Ég tek það nú ekki alveg sem heilagan sannleika þegar innfæddir eru að slá um sig með tímasetningum, tímaskyn er fyrir þeim "bær í Rússlandi" eins og maður segir! En hvað er ég að kvarta? Það er aircon í góðu lagi í svefnherberginu okkar og ekki hafa þau í Flankers mikið til að slá á þann brennandi hita sem hlýtur að vera inn í bárujárninu þegar sólin hefur skinið á það allan daginn.
Svo að ég segi bara eins og hún amma mín sagði þegar henni fannst nóg um bullið í mér: "þegiðu munnur á henni Svövu"!
Comments:
Ha,ha,ha... Já ætli ömmu þætti ekki stundum nóg um bullið í okkur öllum. Svo hefði hún ekki skilið ýmis orð sem notuð eru í dag, eins og aircon, en það er nú annað mál í orðsins fyllstu merkingu. Takk fyrir línur og knús. Hafdís.
HÆ, það er eitthvað rugl með commentið, ég var búin að skrifa og það hefur ekki komið inná enn, 2 tímum síðar. En sjáum til. Knus, Hafdís.
Skrifa ummæli