mánudagur, júlí 16, 2007
En maður missti nú matarlystina þegar samlokan kom, ég er viss um að það var hálft kíló af skinku milli sneiðanna. Bara hálfógeðslegt! Það er svo mikill óhemjugangurinn í þeim þarna í henni Ameríku.
Eftir tæpan klukkutíma fórum við svo aftur inn og ætluðum að reyna að fá einhverjar fréttir og hvað sjáum við þá! Búið að loka vélinn (sem enn stóða við sama hliðið!) og draga inn landgönguranann! Þeir ætluðu "fan mig" að fara af stað án okkar! Þá hafði tölvubilunin ekki verið svo alvarleg og þeir bara drifu sig af stað! Og við sátum á barnum rétt framan við hliðið og töskurnar okkar auðvitað í vélinni. Eins og allir ferðalangar vita má ekki fara af stað með farangur fólks sem ekki mætir í flugið, þetta er víst ein af grundvallar öryggisreglunum og eftir allt tékkið sem við vorum búin að fara í gegnum var þetta það síðasta sem við áttum von á. Það var uppi fótur og fit, vélin stoppuð og okkur "siglt" með rananum út að vélinni sem var opnuð aftur og við gengum inn eins og einhverjar VIP persónur! Það voru smá augnagotur frá meðfarþegum okkar en starfsfólkið var voða fegið að sjá okkur. Þau hefðu eflaust fengið bágt fyrir ef við hefðum orðið eftir en farangurinn okkar með!
En ég náði allavega að fara tvisvar út og get því sagt að ég hafi komið til New York! það var flott að fljúga yfir, sjá skýjakljúfana á Manhattan og frelsisstyttuna sem eins og Hafmeyjan í Kaupmannahöf er miklu minni en maður hafði ímyndað sér. verð að fara einhverntímann almennilega til New York og skoða borgina.
En sumsé; allt gekk vel á endanum og það var gott að koma "heim" á Taylor Road. Allt var í fínu lagi og bara örfáir maurar höfðu gert sig heimakomna. Engir kakkalakkar sjánlegir! Varla hægt að komast inn í andyrið fyrir blómunum sem hafa vaxið "helt vildt" og allar kryddjurtirnar steindauðar. Er hætt að reyna þetta! Barry voða glaður að sjá mig og Vivet er mætt með sópinn!
Á morgun koma svo Palli, Signe, Silja og Viktor Svavar og verða hjá okkur í 10 daga. það verður gaman. Hafið það gott elskurnar, KNUS í öll hús og takk fyrir samveruna að þessu sinni.