.comment-link {margin-left:.6em;} <$BlogRSDURL$>

föstudagur, ágúst 10, 2007



Alþjóðlegi Barnagrobbdagurinn 10 ágúst - The Childboast Day - er runnin upp!


Kæru foreldrar um heim allan - TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN. Stemningin er allsstaðar gífurleg og hefur mikið hugmyndaflug verið í gangi síðustu mánuðina til að gera þennan dag eftirminnanlegan og einstakan. Sem dæmi þar um hafa 70 foreldrar á bernskuslóðum mínum ákveðið að bjóða til súpuáts á heimilum sínum þar sem gestum og gangandi er boðið að koma og hlusta á barnagrobbsögur og smakka á uppáhaldsspónamat barnanna á heimilinu, þe. fiskisúpu. Myndir af rjóðum barnakinnum, brosmildum foreldrum og tárvotum andlitum hlustenda verða - auk mynda frá fjölmörgum öðrum hátíðahöldum - eftir helgina lagðar inn á heimasíðu alþjóðasamtakanna (http://www.childboastboastboast.com/). Mikið álag hefur verið á heimasíðuna, 188.564 barnagrobbsögur voru skráðar síðast þegar ég skoðaði og ekkert lát er á. 214.844 elektrónísk barnagrobbkort hafa verið sent og ég hef ekki tölu á öllum þeim myndum sem nú þegar príða myndaalbúmíð. Hætta er á að vefsíðan springi, slíkt er álagið. En tilgangur dagins er nú orðin öllum ljós, þ.e. að minna alla foreldra á að grobba sig af börnunum sínum.


Mér er bæði ljúft og skylt að grobba mig af mínum börnum þeim Ara Theodór og Guðbjörgu.



Þetta er hann Ari minn, frumburðurinn sem er 38 ára glæsimenni, tveggja barna faðir og er útgerðarstjóri hjá Aker Seafood í Lofoten í Noregi.


Hann Ari er alveg svakalega duglegur, ósérhlífinn og samviskusamur, enda gengur honum afskaplega vel í því sem hann er að gera. Hann er frábær pabbi fyrir strákana sína þá Brynjar og Bjarka, eftir því sem ég fæ best séð er hann henni Katherine góður eiginmaður og mér er hann einstaklega góður sonur.


Mikið svakalega sem ég er grobbin af honum Ara!




Hér átti nú að koma mynd af henni Guðbjörgu minni, 27 ára bráðmyndarlegri ungri konu, en enn sem fyrr svíkst þetta h... bloggapparat um að downloada myndir. Verða að fara að skipta um fyrirtæki!

En hvað um það, hún Guðbjörg stendur í stórræðum þessa dagana, er nú virkur þátttakandi í Tískuvikunni í Kaupmannahöfn og undir eigin design -nafni: greykjalin. Hér má sjá kynningarsíðuna hennar á Messunni: http://www.cphvision.dk/html/company_info.asp?id=378
Og ekki nóg með að hún sé nú með eigin kynningarbás, heldur voru 5 stykki af fötunum hennar (sumarkollektionen 2008) valin til að vera með á stóru tískusýningunni sem haldin er í Øxnehallen daglega á meðan á messunni stendur. Ekkert smá flott hjá henni Guðbjörgu, enda er hún búin að leggja hart að sér til að ná þessum árangri. Hún er að gera rosalega fína hluti, fötin hennar eru smart, sérstök, kvenleg og skemmtileg. Fyrir utan hvað hún er kreatív og dugleg, er hún Guðbjörg mín einstaklega gott eintak af manneskju. Mikið svakalega sem ég er grobbin af henni!
Hvort á sinn hátt stuðla bæði börnin mín að betri heimi, bæði með því sem þau eru að fást við dagsdaglega og með því hreinlega að vera til sem þær manneskjur sem þau eru.
Mikið sem ég er sálum þeirra beggja þakklát fyrir að hafa valið mig sem mömmu sína í þessu lífi.
Ég óska ykkur öllum innilega til hamingju með daginn, njótið hans með börnunum ykkar.

Comments:
Sæl mín kæra!
Ég er nú að heyra í fyrsta sinn af þessum "barnagrobbsdegi"og er nú ekkert sérstaklega hrifin. Ég er þeirrar skoðunar að börnin okkar sanni sig sjálf, þau þurfi ekki aðstoð okkar við að sanna ágæti sitt.ég veit til dæmis að börnin þín eru frábær í alla staði. Hvenig má annað vera, eiga þig fyrir mömmu. Þú ert rótin elkuleg. Love S
 
Skrifa ummæli


This page is powered by Blogger. Isn't yours?