.comment-link {margin-left:.6em;} <$BlogRSDURL$>

miðvikudagur, ágúst 01, 2007


Í dag var Emancipation Day á Jamaica. Þennan dag fyrir 173 árum síðan var þrælahaldi aflétt og jamaíkanskir þrælar fengu frelsi. Hugsið ykkur bara, það eru bara rétt tveir íslenskir mannsaldrar síðan. Og þvílík meðferð sem þetta vesalings fólk fékk af "eigendum" sínum. Þeir urðu nú sjaldnast 85 eða 86 ára, svo líklega er þetta a.m.k. fjórir þrælamannsaldrar. En mér er sama, það er ótrúlega stutt síðan. En þetta er lögboðinn frídagur, meira að segja Sigfús var í fríi í dag! Ég hef velt fyrir mér hvort Vivet sé komin af einhverjum þessa frjálsu þræla og fór voða fínt í að spyrja hana um uppruna hennar. En hún veit ekkert um forfeður sína, veit varla hvað afar hennar og ömmur hétu hvað þá meira. Hún virðist ekki heldur hafa mikinn áhuga á að grafast fyrir um það. Ég á eftir að finna út úr hvort þetta er svona almennt áhugaleysi hjá fólki hérna um fortíð sína, eða hvort það er bara Vivet sem er slétt sama um ræturnar sínar. Best að spyrja miss Evelin, hún er svo ræðin!
Við Sigfús skruppum á Dr. Cave Beach í dag og morruðum undir sólhlíf nokkra tíma. En ég fór nú samt og snorklaði og Brynjar og Bjarki hefðu haft gaman af að vera með, það var óvenju mikið af fiskum í öllum regnbogans litum á sundi rétt utan við ströndina. Þeir bræður gátu marað í hálfu kafi tímunum saman og horft á fiskana þarna! Á ströndinni var líka óvenju mikið af innfæddu fólki, þeir voru náttúrulega allir í fríi og kannski er þetta þeirra leið til að minnast frelsisdags forfeðra sinna. Þeir hafa örugglega aldrei fengið að fara á ströndina.

Comments:
Amma í Miðkoti hefði nú skammað Vivet fyrir að vita ekki hverra manna hún væri.Ömulegt og ndstyggilegt að hugsa til þess að þrælahald skuli hafa viðgengist eins og sagan sannar. Djöfullegt að það skuli viðgangast enn. getum við eitthvað gert? Love S
 
Skrifa ummæli


This page is powered by Blogger. Isn't yours?