.comment-link {margin-left:.6em;} <$BlogRSDURL$>

sunnudagur, ágúst 12, 2007

Ég fór í kjól í dag; það er nú einu sinni sunnudagur! Ég er nefnilega svo voða sjaldan í kjól að þetta er í frásögu færandi. Eftir hádegið þurfti ég að skreppa í búðina (enn í kjólnum!) og þegar pokaburðarstrákurinn skokkaði við hlið mér út að bílnum horfir hann rannsakandi á mig og spurði: "Varstu að koma úr kirkju?" ÚR KIRKJU? "Já þú ert svo fín" svarar snáðinn og bætir svo við: "Þú ferð í kirkju, er það ekki?" Mér vafðist nú ögn tunga um tönn, en tókst samt að koma til skila að ég færi stundum í kirkju, en ekki á hverjum sunnudegi. Áður en yfir lauk hafði drengurinn yfirheyrt mig um, ekki aðeins mína kirkjusókn, heldur líka fjölskyldu minnar. Hann var ekki allskostar ánægður með svörin, þrátt fyrir að ég smyrði aðeins á staðreyndir! En þetta rifjaði upp fyrir mér annað ekki ósvipað atvik sem gerðist fyrir löngu, löngu síðan. Þá bjó ég í Ólafsfirði (já, alveg satt!) og þurfti líka þar að skreppa í búðina. (Hét það ekki Valberg?) Ég var ekki klædd í þennan almenna einkennisbúning húsmæðra þar í bæ (lesist:joggingbuxur) og afgreiðsludaman spurði mig: "Varstu að koma frá lækninum?" Þar um slóðir klæddu konur sig uppá þegar farið var til læknisins! Já, sinn er siður í landi hverju!

En ég ætla að prófa moggabloggið (takk Sigrún mín fyrir ábendinguna, allt fer í klessu hjá mér prófa ég hitt), er búin að gera test og myndir fljúga þarna inn. Já, hann klikkar ekki Mogginn!
En mig langar ekki til að vera svona svakalega "official" eins og mér sýnist að þetta geti verið, svo að ég ætla að senda ykkur sem lesa bloggið mitt - og sem ég veit hverjir eru - slóðina svo þig getið lesið ef þið nennið. Ef einhverjir - sem ég ekki veit hverir eru - vilja komast inn, sendið mér mail á svava@nordic-lights.dk og ég slöngva slóðinni til baka. Ekki það að ég sé að skrifa einhver leyndarmál, en þetta er svolítið prívat. Finnst ykkur það ekki? KNUS í öll hús

Comments:
Blessuð Svava,

Þú hefðir nú allveg getað halað þig upp í áliti hjá drengnum með að segja honum að dóttir mannsin þíns færi í kirkju á hverju sunnudegi og tvisvar á dag á veturna þegar börnin hennar fara í sunnudagaskóla og það væri beðið fyrir ykkur samviskusamlega. Þannig er hægt að segja að beintengin við almættið væri að finna í stórættinni hjá þér ;)

Ég vona að þið hafið það sem allra best.

Knús,
Systa
 
Ég sé þig í anda í kirkjukjólnum, ofboðslega glæsileg.Það er nú að spyrja af "Leridabúunum"alltaf í joggara og kvennahlaupsbolum. Já Moggin klikkar hvorki né lýgur. En ég skil þetta ekki alveg ætlar þú að hætta að blogga hér? Love S.
 
Skrifa ummæli


This page is powered by Blogger. Isn't yours?