fimmtudagur, ágúst 02, 2007
Við Sigfús vorum búin að ákveða að fara í helgarferð til Mandeville sem er bær upp í fjöllunum þar sem að sögn er voða fallegt og margt að skoða. Þetta er bærinn sem við ætluðum að heimsækja í fyrrasumar en urðum að hætta við vegna væntanlegrar yfirferðar fellibylsins Ernesto. Og það var eins og við manninn mælt; við rétt búin að bóka hótel og leggja plön þegar fréttist af "Tropical Depression" sem hefur myndast sunnar í Karabíska hafinu og er á hraðferð í átt að Mexíkó. Reiknað er með að hans verði verulega vart á Jamaica þegar hann þeysist framhjá. Þetta er náttúrulega ekki eðlilegt! Á okkur virkilega ekki að takast að komast til Mandeville? Við ætlum nú að sjá til, kannski hægir hann á sér og kannski breytir hann um stefnu. Afpöntum allavega ekki fyrr en í fyrramálið!
Comments:
Ég held að þið eigið að sleppa því að fara til Manderville í þetta sinn. Það koma dagar og koma ráð. Frábært hvað er gaman hjá þér í golfinu. Ég reyni kannski aftur, ef að þú nærð góðum árangri. Hver veit?
Love S
Love S
� dag er laugardagur, f�ru� �i� til Manderville? Vi� heima � Fl�ka, fellibilurinn h�rna b�inn, var ekki h�ttulegur en samt mj�g dj�p l�g� mi�a� vi� �rst�. Knus, Hafd�s.
Skrifa ummæli