.comment-link {margin-left:.6em;} <$BlogRSDURL$>

fimmtudagur, ágúst 02, 2007

Ég var mætt fyrir allar aldir í "golfklúbbinn minn", þetta er voða fínt og snyrtilegt alltsaman þarna. Ég valdi fyrsta tímann hjá baróninum í morgun í þeirri von að mér yrði ekki eins agalega heitt við æfingarnar og andlitsroðinn yrði ekki eins ofboðslegur. En allt kom fyrir ekki, ég svitnaði svo svakalega að í einni sveiflunni hentust gleraugun af mér langt út á völl og í annað skipti flaug kylfan úr rennsveittum höndunum á mér, og svei mér ef hún fór ekki jafnlangt og ætlast var til að kúlan færi! Sem betur fer er þetta æfingarsvæði og engir "serious" golfleikarar þarna á ferðinni. Mér fannst þetta svo rosalega fyndið að ég ætlaði ekki að geta haldið áfram eftir þetta! Baróninn hló líka og það var nú gott. Hefur sjálfsagt lent í ýmsu gegnum árin. En að öðru leyti er ég ekki frá því að mér fari pínulítið fram, en fjári er þetta erfitt! Í dag náði ég þó að senda nokkrar kúlur í þá átt sem þær áttu að fara, en ég braut líka fullt af "plastnöglum" og spændi upp grasið á öllu æfingarsvæðinu! En það fór þó ekki eins ílla fyrir mér og henni Svönsu frænku sem fingurbrotnaði eins og kemur fram í commentinu hennar. Ja, hérna Svansa mín, reynduru þá ekkert aftur? Ég reyni að passa upp á puttana!
Við Sigfús vorum búin að ákveða að fara í helgarferð til Mandeville sem er bær upp í fjöllunum þar sem að sögn er voða fallegt og margt að skoða. Þetta er bærinn sem við ætluðum að heimsækja í fyrrasumar en urðum að hætta við vegna væntanlegrar yfirferðar fellibylsins Ernesto. Og það var eins og við manninn mælt; við rétt búin að bóka hótel og leggja plön þegar fréttist af "Tropical Depression" sem hefur myndast sunnar í Karabíska hafinu og er á hraðferð í átt að Mexíkó. Reiknað er með að hans verði verulega vart á Jamaica þegar hann þeysist framhjá. Þetta er náttúrulega ekki eðlilegt! Á okkur virkilega ekki að takast að komast til Mandeville? Við ætlum nú að sjá til, kannski hægir hann á sér og kannski breytir hann um stefnu. Afpöntum allavega ekki fyrr en í fyrramálið!

Comments:
Ég held að þið eigið að sleppa því að fara til Manderville í þetta sinn. Það koma dagar og koma ráð. Frábært hvað er gaman hjá þér í golfinu. Ég reyni kannski aftur, ef að þú nærð góðum árangri. Hver veit?
Love S
 
� dag er laugardagur, f�ru� �i� til Manderville? Vi� heima � Fl�ka, fellibilurinn h�rna b�inn, var ekki h�ttulegur en samt mj�g dj�p l�g� mi�a� vi� �rst�. Knus, Hafd�s.
 
Skrifa ummæli


This page is powered by Blogger. Isn't yours?