.comment-link {margin-left:.6em;} <$BlogRSDURL$>

sunnudagur, febrúar 25, 2007

Það er búið að skíra hana Crissy litlu, hún heitir Laguanna Renae Mitchell. Renae er fornafn pabba hennar, hans Chris (!) og Mitchell er eftirnafn hans. Hér virðist fólk vera skírt einu nafni en kallað einhverju öðru. Allavega er hún guðdóttir mín kölluð Crissy. Er hún ekki sæt!

Þetta var maraþon athöfn, í þrjá klukkutíma var allt á fullu í kirkjunni, sungið, dansað, hallelljúað, hlegið og grátið. Presturinn (hvítur kvennprestur) hélt þrumuræðu með miklum tilfæringum og fólk sýndi velþóknun sína á ræðunni með klappi, hrópum og köllum.

Auk Crissyar var ca. 6 ára strákur skírður og við Crissy fylgdumst forviða með aðförum prestsins. Það voru svo svakalega læti í henni og þvílíkt sem lún las yfir strákgreyinu.


Okkur var þarna öllum stillt upp framan við söfnuðinn sem klappaði og stappaði á meðans presturinn bað fyrir börnunum og dreypti olíu á enni þeirra.
Ég stend þarna á milli foreldranna; Marciu og Chris.




Atgangurinn og krafturinn í prestinum var slíkur, að fólk hnég niður í stórun stíl, lá bara allt í einu marflatt á gólfinu. Það var greinilega búist við þessu, því tveir menn gengu um og breiddu teppi yfir þá "föllnu". Seinna stóðu nú samt allir upp og gengu til sæta sinna, en þá gjarna útgrátnir. Já, það er sko kraftur í heilaga andanum í þessari kirkju!
En mikið svakalega er undarlegt að fylgjast með svona nokkru!






Crissy tók þessu öllu með mikilli ró, fékk sér bara blund smástund. Það heyrðist ekki í henni allan þennan tíma. Hún er rosalega róleg og undi sér vel hjá mér.












Við vorum nú ekki alltaf að hlusta á það sem presturinn sagði, þurftum líka að leika okkur smá!












Hún var svo fín! Í fyrsta galakjólnum sínum og með spennur
og bönd í hárinu. Og auðvitað með lokka í eyrunum!










Sólin var ansi sterk fyrir augun hennar Crissyar, hún gat ekki litið upp þessi elska þegar við komum út.

Foreldrarnir að vonum stoltir og ánægðir.

Ein vinkona Marciu kom í kirkjuna, en engin úr fjölskyldum þeirra. Ég veit að Chris á ekki marga að, en á eftir að finna út úr hvort það sama gildir um Marciu.




Það var ekki nóg með að ég yrði guðmóðir þeirrar stuttu, Sigfús var guðfaðir!
Svo nú eigum við Sigfús litla guðdóttur saman hérna í Montego Bay!

Hvernig bara þykir ykkur!






Comments:
Ja hérna hér. Þetta hlýtur að hafa verið stórbrotin upplifun. Eins gott að ég var ekki þarna, hefði sennilega verið ein af þeim sem fékk teppið ofan á sig á gólfunu.
(er svo hrifnæm)
Innilega til hamingju með guðdótturina fallegu. Hlýtur að vera mikill heiður fyrir ykkur hjónin.Kær kv. Guðmunda
 
Ef þér hefði verið sagt þegar þú varst lítil í Arnarfelli að þú ættir eftir að verða guðmóðir lítillar svartrar stúlku á Jamaica, hefðiru varla trúað því, en það er skrítið og skemmtilegt þetta líf og er sjaldnast eins og maður heldur að það verði. Til hamingju bæði tvö með stelpuna. Knus, Hafdís.
 
Innilegar hamingjuóskir bæði tvö með litlu fallegu stelpuna ykkar. Kær kveðja, Inga.
 
Til hamingju mín kæra og Sigfús líka. Þetta er bara yndislegt. Mikið hefði ég gaman af að vera viðstödd slíka messu bara fjör og gospelsöngur.En hvað felur það í sér þarna á henni Djæmæku að vera guðmóðir? Love S. frænka
 
Skrifa ummæli


This page is powered by Blogger. Isn't yours?