.comment-link {margin-left:.6em;} <$BlogRSDURL$>

mánudagur, febrúar 19, 2007

Madam Jeanne Calment vissi það; hún varð 122 ára, 5 mánaða og 14 daga gömul, Chris Mortensen vissi það; hann varð 115 ára og 8 mánaða gamall, öll þessi ofurgömlu vissu það, við hin erum búin að vita það lengi; súkkulaði er bráðhollt og gerir manni afskaplega gott. En nú er það líka "vísindalega sannað" eins og það heitir. Ný rannsókn bendir til að í kakói sé sérstakt efni sem eykur starfhæfni heilans og seinkar öldrunarferli líkamans. Blóðflæði til heilans eykst og þar með fá "þær gráu" nauðsynlega næringu til að virka vel og vinna gegn óheillavænlegri þróun sem getur fylgt hækkandi aldri. Hvað segið þið svo!! Haldið þið það sé tilviljun að allt þetta ofurgamla fólk var, og er, vitlaust í súkkulaði? Og ekki hvaða súkkulaði sem er, nei, ónei. Það skal vera hátt prósentumagn af kakói í því, ekkert bansett gerfidrasl. En því miður er ekkert sem breytir því að þetta er ein mesta kalóríubomba sem um getur. Þetta er ekki auðvelt, "hvort vill maður verða skotinn eða hengdur" eins og maðurinn sagði þarna um árið! (Eða var það kona sem sagði þetta?!!) En óneitanlega er gott að vita til að maður er ekki bara að japla á vondum kaloríum þegar lúksuskonfektið frá Freyju og Guðmundu bráðnar á tungunni. Þarna er aktívt verið að aðstoða heilafrumurnar við að vinna verkin sín og ekki væri verra að taka eins og eitt glas af góðu rauðvíni með, því eins og "allir" vita, þá er margsannað að efnin í þeim eðaldrykk stuðla að langlífi og aukinni vitsmunalegri færni. Svo ekki sé nú talað um hvað þetta er allt saman ljómandi hreint gott! Drífið ykkur í næstu konfektbúð og vitið til; hugur og sál munu lyftast!
KNUS í öll hús

Comments:
Við Auður komum við í bakaríi í dag og fengum okkur rjómabollu í tilefni dagsins, og ein fyllingin var meðal annars með belgísku súkkulaði, en hin með púns (romm ? veit ei, held ekki) En þetta var gooottt!!! Bolla, bolla ,bolla, bolla... Knus, Hafdís Bolla
 
úff, núna langar mig í súkkulaði :P
 
Sæl mín kæra.
Það er afar gott fyrir súkkulaðigrís eins og mig og mína líka að fá slíka fullvissu um ágæti og hollustu súkkulaðis. En hvað rauðvínið varðar þá var vitsmunaleg færni orðin slík hjá sumum að nauðsyn var að setja punkt og hætta að lepja í sig fleiri eða meiri vitsmuni. Ekkert pláss. Love S. frænka
 
Nammi nammi namm. Nú er búið að æsa svo upp í mér súkkulaðilöngunina að ég ætla að fá mér einn mola af Jamaicarumfudge og reikna síðan með langlífi. Á orðið svo mikið inni í aldri, síðan óhófið var allsráðandi og einn moli nægði enganveginn til að svala græðginni.
Rauðvínið bíður betri tíma og góðs félagsskapar.
Kveðja Freyja
 
Skrifa ummæli


This page is powered by Blogger. Isn't yours?